BREYTINGARSKEIÐIÐ

23,800 kr.

Kennt á Zoom 2 klst í senn. 4. október kl. 17:30 og 18. október kl. 17:30.
Handleiðsla í lokuðum FB hópi í 4 vikur, kennslugögn, uppskriftir og afslættir.

Hitakóf, svitaflóð, þurr slímhúð, orkuleysi, leiðindi og óþægindi!

Hjálp! Ég er komin á breytingarskeiðið!

Ekki örvænta! Hjálpin er á leiðinni! Fyrst þarftu að vita, að þetta þarf ekki að vera svona! Þú getur farið á og í gegnum friðsælt og þroskandi breytingarskeið í samhljómi með hormónunum þínum! Líka þú, ef þú ert komin afstað og finnst vera ansi heitt í kolunum! Við fixum það! Það er aldrei of seint eða of snemmt að gera framkvæmdaráætlun fyrir þetta mikilvæga lífsskeið!

Þú grípur í taumana, endurheimtir stjórn og róar allt hormóna kerfið og tekur aðra og betri stefnu og á meðan þessu ferðalagi stendur hægiru á öldrun líkamans!

Það er eðlilegt að hormónarnir breytast og að framleiðslan fer að minnka á aldrinum 48-58. Það er ekkert eðlilegt við það að líða illa líkamlega og andlega allan tíman á meðan þessar breytingar eiga sér stað og þar til hormónabrunnurinn er tómur! Þrátt fyrir það upplifa allt of margar konur óþægindi sem skerða bæði lífsgæði og sjálfsímyndina og sjálfstraustið. Einkenni eru meðal annars þreyta og orkuleysi, depurð, svefntruflanir, hita- og svitakóf á nóttunni, hitakóf á daginn, þurrkur í legslímhúð, kynlífsorkan er farin í frí, þurrkur í augum og reyndar í allri slímhúð í líkamanun, húðin breytist og verður þunn, þurr og slöpp, fleiri hrukkur, stoðverkir og vöðvamassi rýrnar og auka kíló á maga og búk sem getur verið erfitt að losna við.

Á þessum árum, breytist margt annað en hormónarnir í lífi kvenna, og getur haft áhrif á og verður partur af breytingarskeiðinu. Við erum að eldast, við erum misjafnlega í stakk búnar til að taka því eða takast á við það, líkamlega og andlega, börnin eru kannski að flytja að heiman, ræktun á sambandinu við eiginmanninn eða eiginkonunina hefur ekki verið í fyrirrúmi um hríð og er orðið fyrirsjáanlegt og vanabundið og svo getur vinnu aðstæður og frama verið undir breytingum líka.

Stór pakki fyrir konu! En ekki of stór! 

Breytingarskeiðið er nákvæmlega það sem orðið lýsir! Breytingar! Við kveðjum það sem hefur verið, blessum það og breytum lífinu í sama takti og líkaminn! Við breytum því sem er undir okkar stjórn komið í samvinnu og samhljómi með líkamanum okkar. Þú og þinn líkami! Bestu vinkonurnar!

Námskeiðið er online á Zoom og er í tveimur pörtum, tvær mætingar í tveggja klst kennslu í hvort skiptið.

 1. Hormónar, jafnvægið, meltingin, mataræðið, hreyfingin, bætiefnin.
 2. Þú í fyrirrúmi, nýja stefnan, mataræðið, planið, tíminn, forgangsröðunin, lífshjólið.

Við förum m.a. í eftirfarandi efni á námskeiðinu;

 • Hormónakerfið semgefur þér innsýn og skilning á hverning það virkar.
 • Hvað breytist á breytingarskeiðinu og afhverju?
 • Er hægt að lifa góðu lífi án estrógens? Og er það endilega málið, að gera það?
 • Mataræði og hormónar.
 • Meltingin mikilvæga, sérstaklega fyrir konur á breytingum!
 • Gleðin á hreyfingu!
 • Matur sem lækkar hitan og kælir og skapar jafnvægi, orku og gleði!
 • Bætiefni og jurtir sem er gott að taka á breytingarskeiðinu.
 • Bætiefni og jurtir sem er gott fyrir konur.
 • Markmið og óskir og framkvæmdaráætlun fyrir lífið á og eftir breytingarskeið.
 • Lífshjólið, verkfæri sem gerir þig meðvitaðri um dýrmæta tíman þinn og hvað það er sem skiptir máli og hvernig þú vilt forgangsraða.
 • Kynning á meðvitaðri öndun sem róar taugakerfið og stillir hugan og skapar gleði.

Innifalið í námskeiðinu:

 • Alls fjórar klukkustundir í kennslu á tveimur mætingum á netinu á Zoom.
 • Alls fjórar vikur á lokuðu svæði á FB þar sem þú færð stuðning, eftirfylgni og svör við öllum þínum spurningum.
 • Kennslugögn og hormóna vænar uppskriftir
 • 15% afsláttur á hormónavænum og styrkjandi bætiefnum og jurtum.
 • 15% afsláttur á persónuhnitmiðaðu einkaviðtali hjá Þorbjörgu, ef tíminn er pantaður á meðan námskeiðinu stendur.

Næsta námskeið hefst mánudaginn 4. október kl 17.30 á Zoom. Það verður hægt að fá upptöku af kennslunni. Kennsludagar eru bæði mánudaginn 4. október og mánudaginn 18. október báða daga kl 17.30. 

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top