Breytingaskeiðið á toppnum á Akranesi 27. febrúar

14,900 kr.

Hormónana í jafnvægi, orkan í topp og léttu þig á heilbrigðan hátt!

Skaga dömur! Ég er á leiðinni! Þriðjudaginn 27. febrúar kl 17.30 – 20.30

„Mér líður eins og grillkjúklingi á spjóti á nóttuni! Ég er algjörlega ósofin efir að hafa skipt þrisvar sinnum á rúminu eftir hitakóf næturinnar!“

Mörgum konum finnst breytingarskeiðið erfitt, líkamlega og andlega. Og það er engin furða, því það er ýmislegt sem getur gengið á þegar estrogenið ákveður að draga sig í hlé. Það skilur eftir sig tómarúm þar sem ríkir ójafnvægi, þreyta, stirt og brothætt skap! Og svo eru það aukakílóin, sem bara ekki vilja fara, hvað sem kona gerir! Og þó að blæðingar séu fyrir löngu hættar og kona á að vera komin yfir breytingaskeiðið, þá er mín ennþá þreytt og þurr og vantar drive og power, kynlífið er dautt og stutt í depurð og leiðindi.

Svona þarf þetta ekki að vera!

Er þá hægt að gera eitthvað í þessu! JÁ er svarið! Þú getur gert heilmikið sem framkallar, næstum því, sömu jákvæðu viðbrögð í líkamanum sem estrogen þitt sá um áður. Þú getur tekið hormóna, engin spurning að rétt meðferð getur bjargað lífinu! Og hjónabandinu! 🙂 En það getur rétt mataræði og markviss bætiefni líka! Það er hægt að endurheimta orkuna, jafnvægið, gleðina og fitubrennsluna aftur! Við tölum um þetta allt saman!

Góðu fréttirnar eru, að tiltölulega fáar breytingar, tikka í svo ótal mörg  jákvæð box! Allt verður betra! 

 • Svefninn
 • Hitakóf og hitasveiflur 
 • Magafitan 
 • Bólgur og verkir
 • Andlegur styrkur, einbeiting, minni 
 • Orka og gleði
 • Slímhúð og þurrkur 
 • Drive og power!
Þetta verður farið í á námskeiðinu:
 • Þrjú skeið hormónabreytinga.
 • Hormónar og breytingarskeiðið.
 • Jafnvægi á hormónabúskapnum með virkum aðferðum.
 • Fitubrennsla og þyngdartab!
 • Blóðsykur, bólga, insúlínnæmi og fitubrennsla.
 • Biohacking og estrogen.
 • Testosteron og drive, líka fyrir konur.
 • Matur sem stillir hormónabúskapinn og eykur fitubrennslu!
 • Markviss bætiefni fyrir hormóna og jafnvægi.
 • Hormóna viðbót á lyfseðilsskildum hormónum. Er það málið?
 • Spurningar og svör.

Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 27. febrúar kl 17.30 – 20.30  á Akursbraut 13, niður við höfnina á Akranesi.

Taktu með þér stílabók og penna fyrir nótur.

Innifalið í námskeiðinu

 • Fræðsla á námskeiði 27. feb.
 • Stuðningur og svör við spurningum í tvær vikur í lokuðum hóp á facebook. 
 • Kennslugögn.
 • Hormóna vænn hráefnislisti.
 • Viku matarplan á lágkolvetna, bólgustemmandi fæði.

Ég mæli eindregið með, að þú eigir Ketóflex bókina og takir hana með þér á fundinn. Þar eru svo margar gagnlegar og hagnýtar upplýsingar og frábærar og einfaldar uppskriftir fyrir hormónana og brennsluna. Þú getur pantað hana HÉR

Þú færð póst með nánari upplýsingum og aðgang í facebook hópinn nokkrum dögum fyrir byrjun námskeiðs. 

Hlakka til að sjá þig!

Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top