Breytingaskeiðið á toppnum! Online 14. janúar

14,900 kr.

- +

Kannski er „toppur“ ekki alveg í samræmi við hvernig þú upplifir heilsuna einmitt núna?

En það mun aldeilis breytast! Ef kona ræður ekki við þetta á eigin spítum fær hún sér hjálp! Hér er hún: Þriggja vikna online námskeið fyrir konur ca 45-60+ ára!

 

Það er svo margt að gerast í heimi kvenna á breytingaskeiðinu um þessar mundir. Systur! Við erum rétt að byrja, við höfum haft hátt um hríð og heimurinn er að hlusta! Nýjar stórar rannsóknir, afnumun á viðvörunum (black box warnings) á hormónalyfjum í USA og við tölum um breytó sem aldrei fyrr.

En þetta námskeið fjallar fyrst og fremst um þig! Að þér líði miklu betur, orkan fari í topp, létta á öllum einkennum, næra líkama og sál og borða dásamlegan mat.

Ó jú! Þó að mataræðið sé sykurlaust verður fullt af náttúrulega sætu tríti og kósýlegheitum. Nema hvað!

Nokkrar staðreyndir um breytingaskeiðið:

  1. Staðfest hafa verið 48 mismunandi einkenni tengd við breytingarskeiðið.
  2. 97% af konum á breytingaskeiðinu í Danmörku hafa eitt eða fleiri einkenni.
  3. Lífsstílsþættir og breytingar á lífsstíl hafa verulega áhrif á flest af þessum einkennum.
  4. Undirliggjandi heilsufarsþættir, sem oftast eru bólgutengd, hafa áhrif á breytingar á hormónum á breytingaskeiðinu.
  5. Breytingaskeiðið heftst með fyrirtíðahvörfum kringum 45 ára aldurinn, og eftirtíðahvörf varir að eilífu!
  6. Hormónauppbótarmeðferð (HRT) hefur í nær 25 ár verið misskilin og mistúlkuð.

Nokkur dæmi um helstu og velþekkt einkenni sem konur upplifa:

  • Hitakóf, nætursviti.
  • Ófullnægjandi svefn.
  • Þreyta og orkuleysi.
  • Heilaþoka og skert minni.
  • Verkir í liðum og vöðvum.
  • Þyngdaraukning, sérstaklega um maga og miðjuna.

Nokkur dæmi um önnur einkenni, sem við ekki alltaf tengjum við breytingaskeiðið:

  • Höfuðverkur og mígreni.
  • Þurrkur í slímhúð, alls staðar.
  • Endurteknar blöðrubólgur og þvagrásarsýkingar.
  • Skert eða engin kynlífslöngun.
  • Frosin öxl.
  • Húðvandamál; bólur og ofsakláði.
  • Burning mouth syndrome ( brunatilfinning í munnholi).
  • Meltingarvandamál.

Vanlíðan, þreyta, orkuleysi, verkir, þrjósk magafita, sem ekkert virðist bíta á. Svona þarf þetta ekki að vera!

Fimm góðar og gildar ástæður til að sækja þetta námskeið:

  1. Þú ert þreytt á að vera þreytt!
  2. Þú vilt losna við bólgur, liðverki, þurra slímhúð og heilaþoku!
  3. Þú ert búin að prófa margt en ekki sykurlaust lágkolvetna og hormónavænt mataræði.
  4. Þú vilt vita meira um hormóna og hormónauppbótarmeðferð.
  5. Þú vilt losna við aukakílóin og losna við sykurpúkan fyrir fullt og allt!

Ég er með þetta!

Og við skulum bara hafa það skemmtilegt á meðan við lærum!

Skráðu þig strax í dag og láttu þér fara að hlakka til! Nýtt líf og betri líðan bíða þín!

Námskeiðið fer fram á Zoom í rauntíma og á lokuðu svæði í hóp á Facebook

 

Fyrsti kennslutími: miðvikudagur 14. janúar kl 18 á Zoom (upptaka af kennslu ef þú kemst ekki)

  • Hormónabúskapurinn, efnaskiptaheilsa og HRT.
  • Einkenni og líðan tekin fyrir og lausnamiðaðar úrlausnir.
  • Mataræðið. Hvað áttu að borða.
  • Markmið, skipulag, rutína, góð ráð.
  • Bætiefni.
  • Spurningar & Svör

Annar kennslutími: Fimmtudagur mánudagur 2. febrúar kl 18 á Zoom (upptaka af kennslu ef þú kemst ekki)

  • Spurningar & Svör.
  • Annað eftir þörfum.

 Innifalið í námskeiðinu: 

  • Tveir kennslutímar á Zoom
  • Aðhald, stuðningur, hvatning og innblástur á lokuðu svæði á fb í 21 daga!
  • Glærur frá kennslu.
  • Hráefnislisti með lágkolvetna hormónavænum mat.
  • Viku plan með tillögum af samsetningu á hráefninu.
  • Uppskriftir
  • Bætiefnalisti
  • Og margt margt fleira!

Það með litla letrinu.

  • Ég mæli með að þú skráir þig sem fyrst. Plássin eru ekki ótakmörkuð!
  • Þegar þú hefur skráð þig og greitt er þitt pláss tryggt!
  • Þú færð póst frá Þorbjörgu fyrir áður en námskeiðið hefst með upplýsingum, hlekk á fyrsta kennslutíman á Zoom, og hlekk á lokuðu fb grúppuna.
  • Öll kennslugögn verða í lokuðu fb grúppunni, þú getur hlaðið þeim niður í tölvuna eða í síman þinn.
  • Zoom kennslan verður tekin upp og  þú getur horft á videó upptökuna ef þú kemst alls ekki á fundinn í raun tíma.
  • Ég mæli með að þú eigir eða fáir lánaða bókina mína Ketófllex 3-3-1. Þar eru mjög góðar og fræðandi upplýsingar og uppskriftir sem þú vilt ekki vera án.
  • Hikaðu ekki við að hafa samband ef þú ert með spurningar thorbjorg@thorbjorg.dk

 

Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top