Fasta & Ketóflex, í ágúst 2021.

18,750 kr.

Ath! Þetta er lifandi námskeið! Ekki á netinu!

Vegna nýrra sóttvarna fyrirmæla, sem gilda frá 25. júlí, verða allir að mæta með og bera með grímur. 

UPPSELT ER Í JÚLÍNÁMSKEIÐIÐ, ATH. NÝTT NÁMSKEIÐ 9.-29. ÁGÚST

Nýttu sumarið í að núllstilla og endurnýja líkaman, endurbæta heilsuna og styrkja ónæmiskerfið og þig alla! Þrjár vikur undir handleiðslu Þorbjargar Hafsteins næringarþerapista! Fasta og ketóflex mataræðið 9. ágúst – 29. ágúst.

Tvær mætingar: mánudagur 9. ágúst kl 8-10 fyrir hádegi (FASTA) og fimmtudagur 12. ágúst kl 8-10 fyrir hádegi (KETÓFLEX).

Stuðningur í lokuðum hóp á FB í ÞRJÁR VIKUR sem opnar fimmtudag 5. ágúst. Þar eru, meðal annars, fyrirmæli um hvað þú átt að borða fyrir föstuna, svo að þú sért eins velundirbúin og hægt er áður en fastan hefst eftir helgina. Verð: 18,750,- Ath! Takmörkuð fjöldi sæta. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Staðsetning: Heilsumiðstöð Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, gengið inn á bakhlið.

Fasta er hollt og gott fyrir flesta. Það er ekki til betri núllstilling fyrir líkaman; frumurnar hreinsa og taka til og henda út ónýtu og skemmdu efni og búa til nýjar, hraustari og yngri frumur. Þú kemst ekki hjá því að léttst! Insúlinviðbrögð og jafnvægi blóðsykurs verður miklu betri og þú nærð stjórn á óþæga sykurpúkanum! Bólgur og verkir minnka í liðum og vöðvum og þú slakar betur á og sefur vært. Fasta er kjörin leið og frábær undirbúningur þegar þú vilt breyta um mataræði. Þú ferð beint úr föstu í ketóflex!

Ketóflex 3-3-1 er bólgustemmandi lágkolvetna ketófæði. Hollusta og gæði eru í fyrirrúmi og það er fullt af góðum mat sem þú þekkir vel meðal annars kjöt, fiskur, egg, ostur, smjör, góð og holl fita, grænmeti og ber og að sjálfsögðu er sætt og sykurlaust ketóvænt trít í lagi. Ketóflex er teygjanlegt og sveigjanlegt í vali á kolvetnum. Við byrjum á ketódögum og 20-30g af kolvetnum á dag og þegar þú ert fituaðlöguð og líkaminn kann að framleiða og nota ketóna orkuna, þá ferðu að flexa á hleðsludögum með 50-60g af kolvetnum. Og svo færðu einn frídag og getur borðað það sem þú vilt! Vikan verður í hringrás: ketóflex 3-3-1. En ég, Þorbjörg mun kenna þér þetta allt saman!

Það er nauðsynlegt að eiga bókina Ketóflex 3-3-1 sem fæst í bókabúðum, í Hagkaup og þú getur líka pantað hana HÉR 

Námskeiðið er fyrir alla! Konur og kalla!

Fyrst Fasta! Svo Ketóflex!

Núllstilling og hreinsun. Fitubrennsla. Jafnvægi og ný og betri orka.

Ekkert jafnast á við að fasta! Á þremur dögum núllstillir þú líkaman og endurræsir öll kerfin! Við sendum líkaman í „autophagy“ sem er náttúruleg frumu hreinsun eða „sjálfsát“ þar sem frumur „borða“ skemmd og ónýt efni og prótín. Þetta er kjarninn í „alvöru“ detox!

 • Þú mætir í facebook hópnum mánudaginn 9. ágúst ((þú færð aðgang í pósti áður en við byrjum). Þar eru kennslugögn fyrir allt námskeiðið svo og hagnýt efni og upplýsingar og ekki minnst fyrirmæli um hverning þú átt að undirbúa þig fyrir föstuna; hvað þú átt að borða og drekka og gera yfir helgina.
 • Þú mætir á Suðurlandsbraut 30 mánudaginn 9. ágúst  kl 8-10 fyrir hádegi og ég kenni þér allt sem þú þarft að vita um fyrirhuguða föstu. Ég fer vel í hvað þú mátt „borða“ og hvað þú átt að gera til að fá mest út úr hreinsuninni.
 • Þú mætir aftur fimmtudaginn 12. ágúst kl 8-10 fyrir hádegi og ég kenni þér allt sem þú þarft að vita um ketóflex mataræðið og kem þér vel afstað. Þú ert þegar í ketósu úr föstunni þannig að þetta verður leikur einn fyrir þig!
 • Alla daga ertu í lokaða hópnum á FB, hittir Þorbjörgu og félaga þína og sækir, meðal annars, stuðning og hvatningu og færð svör við spurningum.

Þetta er útkoman

  • Þú grennist óhjákvæmlega.
  • Autophagy: líkaminn „borðar sjálfan sig, en bara það sem er ónýtt eða skaddað og úr sér gengið.
  • Blóðsykur og insúlín hormón í jafnvægi.
  • Sykurpúkinn flytur að heiman!
  • Orkan og jafnvægið í hámarki!
  • Aukin fitubrennsla.
  • Minni bólgur og verkir.
  • Stirðleiki og bólgur minnka í liðum, vöðvum og festum.
  • Aukin framleiðsla á stofnfrumum og endurnýjun á frumun og líffærum: Þú verður 10 árum yngri á 14 dögum! Og áhrifin endast í fleiri mánuði!
  • Betra streituviðnám, betri og dýpri svefn.
  • Hugurinn skýrist og einbeiting og minnið skerpist.
  • Gleðigjöfum í heilanum fjölgar!
  • Líkaminn styrkist allur.
  • Melting verður mun betri. Húðin verður líka ljómandi!

Reynslusaga mæðgna

Reynslusaga mæðgna, sem breyttu lífinu með ketoflex. ketoflex.is

Ég er ein af þeim sem hef ALDREI nennt að lesa innihaldslýsingar.
Í dag finnst mér það skemmtilegt.

Í byrjun árs sá ég auglýsingu á Facebook frá Þorbjörgu með KETOFLEX 3-3-1

Ég snar stopppaði þar við og kynnti mér málið þar sem ég hafði fengið þær upplýsingar frá innkirtlasérfræðingi dóttur minnar að „semi-ketó“ matarræði myndi henta henni vel þar sem hún er búin að berjast við þyngdina frá fæðingu og er að verða 17 ára.
Ég skráði okkur mæðgur á námskeið sem ég mun aldrei sjá eftir.

Námskeiðið var mjög svo fróðlegt, Þorbjörg kom efninu ofboðslega vel frá sér og náði svo vel til okkar mæðgna, hélt athygli okkar allan tímann!
Magnað hvernig allt í einu „kviknaði ljós“ í kollinum á okkur og við snérum við blaðinu á núll einni.
Einnig keypti ég bókina hennar KETOFLEX 3-3-1 og ég er bara með hana við höndina og fletti mikið upp í henni, nauðsynleg eign að mínu mati.

Við mæðgur erum að klára viku 4 núna og lítum svo á að KETÓFLEX sé komið til að vera okkar lífstíll.
Þetta er eitthvað sem mér finnst að allir ættu að kynna sér.

Ég hélt að ég gæti ekki orðið orkumeiri, en jú aukin orka, betra úthald, kílóin fjúka og toppurinn er að geta borðað góðan og fjölbreyttan mat með góðri samvisku.

Orð dótturinnar: „Þetta meikar allt svo mikinn sens“ og mér hefur ALDREI liðið betur!

Takk fyrir okkur!
Dagbjört Kristín & Fanný Gabríela.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top