Fasta & Ketóflex á netinu

18,500 kr.

Hreinsa

Námskeið á netinu. Þú getur komið þér vel fyrir í örygginu heima, engin gríma, tebolli og bara huggulegheit!  Þægilegt og ekkert vesen!

Haustið er kjörinn tími til að núllstilla og endurnýja líkaman, endurbæta heilsuna og styrkja ónæmiskerfið og þig alla!

Þrjár vikur undir handleiðslu Þorbjargar Hafsteins næringarþerapista! Námskeiðið byggist þannig upp:

Fyrst er farið í þriggja daga föstu á föstulíku mataræði og að föstu lokinni er heilsu ferðalaginu haldið áfram á ketóflex mataræðinu.

Þú „mætir“ í kennslu í tölvunni þinni mánudaginn 11. október kl 17.30 eða þegar hentar þér, því þú ert með upptökuna. Þú lærir allt sem þú þarft að vita um mismunandi gerðir af föstu og hvað þær gera fyrir þig, og auðvitað förum við vel í föstuna sem þú ert að fara á, hvað þú átt að borða og drekka og við hverju þú mátt búast á meðan föstu stendur. 

Þú mætir aftur í kennslu í tölvunni þinni fimmtudaginn 14. október kl 17.30 eða þegar hentar þér og þá er Ketóflex á dagskrá. Þú lærir allt sem þú þarft að vita og kunna til að koma þér vel af stað á ketófle: hvað  þú átt að borða, af hverju, hversu mikið og hvenær dags. Og margt margt annað! 

Þú færð stuðning og aðhald í lokuðum hóp á FB í ÞRJÁR VIKUR og hann opnar dyrnar fimmtudaginn 7. október. Þar eru, meðal annars, fyrirmæli og leiðbeiningar um, hvað ég mæli með að þú borðir fyrir föstuna, svo að þú sért velundirbúin/n áður en fastan hefst.

Fasta er góð fyrir flesta. Það er kjörið að núllstilla líkaman; frumurnar hreinsa og taka til og henda út notuðu og skemmdu efni og búa til nýjar, hraustari og yngri frumur. Þú kemst ekki hjá því að léttast! Insúlinviðbrögð og jafnvægi blóðsykurs verður betra og þú nærð stjórn á óþæga sykurpúkanum! Bólgur og verkir minnka í liðum og vöðvum og þú slakar betur á og sefur vært. Fasta er frábær undirbúningur þegar þú vilt breyta um mataræði. Þú ferð beint úr föstu í ketóflex mataræðið!

Ketóflex 3-3-1 er bólgustemmandi lágkolvetna ketófæði. Hollusta og gæði eru í fyrirrúmi og það er fullt af góðum mat sem þú þekkir vel meðal annars kjöt, fiskur, egg, ostur, smjör, góð og holl fita, grænmeti og ber og að sjálfsögðu er sætt og sykurlaust ketóvænt trít í lagi. Ketóflex er teygjanlegt og sveigjanlegt í vali á kolvetnum. Við byrjum á ketódögum með 20-30g af kolvetnum á dag og þegar þú ert fituaðlöguð og líkaminn kann að framleiða og nota ketóna orkuna, þá ferðu að flexa á hleðsludögum með 50-60g af kolvetnum. Og svo færðu einn frídag og getur borðað það sem þú vilt! Vikan verður í hringrás: ketóflex 3-3-1. En ég mun kenna þér þetta allt saman!

Það er nauðsynlegt að eiga bókina Ketóflex 3-3-1 sem fæst í bókabúðum, í Hagkaup og þú getur líka pantað hana HÉR 

Sparaðu sporin og allan tíman sem fer í að leyta út um allan bæ af vörunum sem þú þarft að nota á föstunni (föstulíkt mataræði)! Hafðu þetta einfalt og undirbúðu þig sem best! Pantaðu FÖSTU PAKKAN á heilsubarinn.is Þú færð 15% afslátt með kóðanum ketoflex sem þú getur líka notað á allar aðrar vörur á Heilsubarnum. Föstu Pakkinn verður kominn í sölu frá 1. október. 

Námskeiðið er fyrir alla! Konur og kalla!

Fyrst Fasta! Svo Ketóflex!

Núllstilling og hreinsun. Fitubrennsla. Jafnvægi og ný og betri orka.

Ekkert jafnast á við að fasta! Á þremur dögum núllstillir þú líkaman og endurræsir öll kerfin! Við sendum líkaman í „autophagy“ sem er náttúruleg frumu hreinsun eða „sjálfsát“ þar sem frumur „borða“ skemmd og ónýt efni og prótín. Þetta er kjarninn í „alvöru“ detox!

 • Þú mætir í facebook hópinn fimmtudaginn 7. oktober. Þú færð aðgang í pósti þegar þú hefur skráð þig og greitt námskeiðið. Þar er kennsluefni m.a.: AÐLÖGUNARMATARÆÐI FYRIR FÖSTU sem eru ráðleggingar um hvað þú getur borðað og drukkið í þrjá til fimm daga áður en fastan hefst.
 • Alla daga ertu í lokaða hópnum á FB, hittir Þorbjörgu og félaga þína og sækir, meðal annars, stuðning og hvatningu og færð svör við spurningum.

Námskeiðið inniheldur:

 • Alls fjórar kennslustundir í videó upptöku.
 • Kennsluefni og – gögn
 • Stuðningur, kennsla og aðhald í lokuðum hóp á FB í þrjár vikur
 • 15% afsláttur hjá heilsubarinn.is í alls fjórar vikur

Þetta er útkoman

  • Þú grennist óhjákvæmlega.
  • Autophagy: Ekta detox! Líkaminn „borðar sjálfan sig, en bara það sem er ónýtt eða skaddað og úr sér gengið.
  • Blóðsykur og insúlín hormón í jafnvægi.
  • Sykurpúkinn flytur að heiman!
  • Orkan og jafnvægið í hámarki!
  • Aukin fitubrennsla.
  • Minni bólgur og verkir.
  • Stirðleiki og bólgur minnka í liðum, vöðvum og festum.
  • Aukin framleiðsla á stofnfrumum og endurnýjun á frumun og líffærum: Þú verður 10 árum yngri á 14 dögum! Og áhrifin endast í fleiri mánuði!
  • Betra streituviðnám, betri og dýpri svefn.
  • Hugurinn skýrist og einbeiting og minnið skerpist.
  • Gleðigjöfum í heilanum fjölgar!
  • Líkaminn styrkist allur.
  • Melting verður mun betri. Húðin verður líka ljómandi!
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top