HEILSU-OG NÆRINGARNÁMSKEIÐ

27,500 kr.

Léttari, orkumeiri og hraustari á nýju ári!

Ný þú og besta útgáfan af sjálfri þér á sykurlausu og bólgueyðandi mataræði!

Þetta eru búnir að vera skrítnir tímar… og þeir eru sennilega ekki að fara breytast. Þú hefur kannski brugðist við, eins og mörg okkar hafa gert; þaggað niður í leiðindum og áhyggjum, hætt að hreyfa þig og borðað meira af sykri og brauði og nammilaði en þú ert vön / vanur, bætt á þig nokkrum kílóum, ert uppþemd(ur), bólgin(n) og stirð(ur).

En nú er nóg komið! Við getum ekki breytt aðstæðum, en við getum breytt hvernig við bregðumst við þeim! Það er undir þinni stjórn komið hvort þú lætur hugan og kringumstæður ráða hvað þú borðar eða hvort þú tekur stjórnina í þínar hendur og  tekur skynsama ákvörðun fyrir þig og þinn líkama! Og trúðu mér! Líkaminn er samvinnuþýður! Ef hann fær mat og næringu sem hann þekkir (alvöru mat), getur melt (meltingarkerfi sem virkar) og nýtt sér sem orku og byggingarefni.

Lágkolvetna bólgustemmandi matur! Fullkomin melting! Topp orka!

 

Þriggja vikna heilsu námskeið! Ein mæting í Heilsumiðstöð Reykjavík kl 17.30-20.30 og eftirfylgni og stuðningur í þrjár vikur í lokuðum hóp á facebook. Ef þú kemst ekki í kennslu færðu aðgang að upptöku. Ath! Takmörkuð pláss. Fyrstur kemur fyrstur fær. 

Ath! Ef aðstæður verða þannig að við getum ekki hist þá færist námskeiðið og kennslan á netið á Zoom. 

Sykur er í mismunandi formi og ekki allar tegundirnar eru eins óhollar né fitandi. Það er þess vegna hægt að leyfa sér að njóta sætunnar með góðri samvisku. Hins vegar eru flestar tegundir af sykir varhugaverðar í miklu magni meðal annars vegna þess að sykurinn minnkar og skerðir viðnám insúlíns í insúlín móttökum í frumuveggjum. Þetta skapar vandræði og meira og meira með tímanum ef ekkert er gert í málinu en þá erum við að nálgast sykursýki gerð 2.  Magafitan og búkfitan er eitt aðal einkenni og sem er sýnilegt, því það er auðveldlega hægt að sjá magafituna og hverning hún getur læðst yfir pils- sða buxnastrenginn. Það sem við sjáum ekki er fitan undir maganum og búknum, fitan sem hefur myndast utan um og innan í lifrinni, hjartanu og nýrunum og í æðunum. Með þessu fylgja bólgur, ekki bara þess konar sem þú finnur fyrir í öxlum, herðum og sem vöðvabólga. Nei bóga sem er svo kölluð low grade inflammation sem er í frumun, vef, bandvef, líffærum, æðum, í heila og já eiginlega út um allt.

Þetta er aðalástæðan fyrir því að létta sig fá góða insúlínnæmi og stemma við bólgum.

Ég kenni þér allt um þetta allt saman og hvað þú átt að gera! Hvað þú átt að borða, ekki borða, hreyfa þig og annað sem þú getur gert til að núllstilla þig og þinn líkaman, fá bestu orku lífs þíns og líkaman þinn í kjörþyngd!

KENNSLAN
 • Blóðsykur og insúlínnæmi og áhrif á fitubrennslu og bólgur
 • Sykur. Hvað er sykur ? Meira en þú heldur.
 • Melting, náttúruleg flóra og áhrif á fitubrennslu og bólgur
 • Fæðuóþol og matur sem hefur áhrif á bólgur og fitubrennslu
 • Bólguvaldandi matur er fitandi matur. Förum yfir það.
 • Bólgustemmandi matur
 • Lágkolvetna, sykurlaust og bólgustemmandi matarplan fyrir vikuna.
 • Ráðleggingar um hagnýt og gagnleg bætiefni fyrir orku, fitubrennslu, bólgur og annað.
 • Margt annað!
ÞETTA FÆRÐU
 • Betra og hollara mataræði
 • Þú léttist óhjákvæmilega
 • Minni bólgur og stirðleiki í vöðvum og liðum
 • Mun betri orka í líkama og í heila
 • Betri fókus, einbeiting og minni
 • Betri melting og reglulegri og eðlilegri hægðir
 • Fallegri og ljómandi húð
 • Betri svefn
 • Margt annað
INNIFALIÐ
 • Kennsla
 • Kennslu gögn
 • Uppskriftir til að koma þér afstað
 • Kennsla, leiðsögn, eftirfylgni og stuðningur í þrjár vikur í lokuðum hóp á facebook
 • 15% afsláttur á bætiefnum og vörum hjá heilsubarinn.is
KOMDU MEÐ! ÞÚ ÁTT ÞAÐ SVO SKILIÐ!
Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top