Orka, jafnvægi og virk brennsla 24. janúar

34,500 kr.

Komdu þér gírinn á nýju ári! Fimm vikna heilsu námskeið!

Núllstilling, fasta á föstulíku mataræði, lágkolvetna ketóflex mataræðið, aðhald og hvatning! 

Þrjár mætingar á Heilsumiðstöðina og 30 dagar í lokuðum hóp á netinu!

Þriðjudagur 24. janúar kl 18-20
Þriðjudagur 31. janúar kl 18-19.30
Þriðjudagur 7. februar kl 18-19.30

15 % afsláttur á öllum bætiefnum hjá Heilsubarnum.

Mataræðið tekið í gegn, heilsuplanið sett upp, föstu prógram, aðhald og stuðningur!

Það tekur 21 daga að kenna heilanum og líkamanum að hanna nýtt forrit sem inniheldur upplýsingar um hollari og betri venjur. Með staðfestu og reglulegri ástundun breytist allt og það sem áður var erfitt verður leikandi létt og mun auðveldara að vera í heilsusamlegri rútínu á hverjum degi! Taktu ákvörðun, skráðu þig strax og við gerum þetta saman!

Við byrjum á aðlögunarfæði og segjum skilið við sykur, brauð og óhollustu, spítum í lófana og stillum túrbó á fitubrennslu og bólgubana á þrjá til fimm daga föstulíku mataræði og förum svo beint yfir á lágkolvetna ketoflex mataræðið! Samhliða læriru að halda fókus á markmiðunum þínum!

Námskeiðið er fyrir alla og sérstaklega þig sem ert tilbúin(n) til að fullkomna heilsuna, ná þinni kjörþyngd og vilt líða vel í líkamanum þínum. Velkomin orka, jafnvægi, gleði og líkamlegur og andlegur styrkur og við kveðjum slen, þreytu, leti, bólgur, verki, ójafnvægi og agaleysi!

Þetta lærir þú á námskeiðinu:

 • Fjórar sterkar stoðir undir fullkominni heilsu.
 • Insúlín, næmi og blóðsykur.
 • Bólga og bólgustemmandi lífsstíll.
 • Ketóflex lágkolvetna mataræðið.
 • Fasta og autofagi.
 • Zombie frumur og líffræðilegur aldur!
 • Stofn frumur og húðin!
 • Melting og þarmaflóran.
 • Biohacking aðferðir og verkfæri!
 • Staðfesta, reglusemi og ásetningur!

Þetta færðu:

Kennslugögn meðal annars:

 • Aðlögunar mataræði
 • Þetta máttu og máttu ekki borða!
 • Fimm daga föstu prógram.
 • Hráefnis listi.
 • Bætiefna listi.
 • 15% afslátt á öllum vörum hjá Heilsubarinn.is

Þetta er útkoman eftir 21 dag:

 • Þú léttist óhjákvæmlega og minnkar um x marga cm um miðjuna!
 • Minni bólgur og verkir.
 • Blóðsykur og insúlín í jafnvægi.
 • Sykurpúkinn er farinn í frí.
 • Orkan í hámarki!
 • Betra streituviðnám, betri og dýpri svefn.
 • Aukin framleiðsla á stofnfrumum og endurnýjun á frumun og líffærum.
 • Líkamin styrkist allur!
 • Hugurinn skýrist og þú verður bara kátari og ánægðari!
 • Þú ert í miklu betri og hollari rútínu!
 • Þú ert með verkfærin og veist hvað þú ert að gera.
 • Heilsu planið keyrir sig næstum því sjálft!

Praktískar upplýsingar:
Staðsetning námskeiðs: Heilsumiðstöð Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30, gengið inn á bakvið hús.

Þegar þú hefur greitt námskeiðið er sætið þitt tryggt. Þú færð póst með nánari upplýsingum og aðgang að facebook hópnum.

Ath! Takmörkuð fjöldi sæta. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum