Léttari og hollri 11. janúar í Reykjavík
34,800 kr.
Léttari og hraustari á líkama og sál! Losaðu þig við aukakílóin á heilbrigðan hátt!
Hópur 1. Fimmtudagur 11. janúar – 7. febrúar 2024.
Ertu tilbúin til taka ábyrgð og stjórn á mataræðinu og byrja á lífsstíl sem breytir lífinu?
Fjórar vikur undir faglegri handleiðslu Þorbjargar! – Vikulegir net fundir með kennslu, aðhaldi og spurningum svarað. – Styrktaræfingar sem þú getur gert heima. – Fjórar vikur í lokuðum hóp á facebook – Góð ráð og hvatning alla leið. – Matarplan. – Þriggja daga föstuplan – Ráðleggingar um bætiefni – Og margt margt annað sem hjálpar þér að verða besta og heilbrigðasta útgáfan af þér!
Velkomin á námskeið sem getur breytt öllu, ekki bara fyrir þig og þinn líkama og hollustu heldur líka fyrir fjölskylduna! Afhverju? Vegna þess að það smitar fólkið sem stendur okkur næst, þegar við tökum ábyrgð á sjálfum okkur og veljum hollari lífsstíl og mataræði. Það er hvetjandi, ekki bara fyrir okkur, en líka fyrir aðra að sjá og upplifa jákvæðar breytingar á líkama, orku, ánægju og sjálfstrausti. Þetta námskeið er fyrir alla, konur og kalla og kjörið fyrir hjón eða vinkour að taka saman!
Þegar þú tekur ábyrgð, mætir í tímana og gerir vinnuna, þá kemstu langt með frábærum árangri á bara fjórum vikum!
- Þú ert nokkrum kílóum léttari!
- Þú ert í betri og virkari brennlsu og líkamsfitan er minni og vöðvarnir sterkari.
- Þú er alveg laus við bjúg og vatnssöfnun!
- Þú veist nákvæmlega hvað þú átt að borða!
- Þú veist nákvæmlega hvenær þú átt að borða!
- Þú ert með stjórn á sykrinum!
- Þú ert léttari á þér og hefur mun meira þrek og ánægju af að hreyfa þig og stunda líkamsrækt!
- Þú hefur meiri líkamlega og andlega orku!
- Þú ert glaðari og hefur meira sjálfstraust!
- Þú veist meira um líkamann og hvernig hann virkar! Þú skilur hann og hann þig!
- Þú veist núna að ofþyngd fjallar ekki bara um það sem þú borðar en líka hvað þú hugsar!
- Þú ert meðvituð / meðvitaður um hindranir þínar og hvað það er sem stoppar þig!
- Þú hefur oft breytt um mataræði og gefist upp! Það gerir þú ekki núna!
- Þú ert laus við stoðverki í vöðvum og liðum!
- Þú sefur betur og orkan og jafnvægið svo miklu betra!
- Þér líður bara miklu betur á allan hátt og ert staðráðinn í að halda áfram!
Að létta sig fjallar ekki bara um hitaeiningar!
Ástæðan fyrir að við bætum á okkur og þyngjumst eru ekki bara ein en margar. Rangt mataræði með allt of mörgum hitaeingum frá sykri, sterkju og óhollum skyndimat og hreyfingarleysi eru sjálfsagðar ástæður sem við öll erum meðvituð um. En margt annað þar á meðal skortur á mikilvægum næringarefnum, streita, svefnleysi, ójafnvægi á hormónum og léleg melting, hefur líka verulega áhrif á fitubrennslu og bólgur. Á þessu námskeiði vinnum við í að laga og bæta undirliggjandi ástæður fyrir að líkaminn er kominn í stopp! Það getur verið hjálp tímabundið að taka lyf sem stillir matarlistina, eins og margir gera, en lyfið mun ekki breyta matarvenjum og lífsstíl. Það er alfarið í þínum höndum! Ég er hér til að hjálpa þér með náttúrulegum aðferðum sem eru varanleg! Þú missir ekki bara kíló en færð miklu betri heilsu!
Annað, sem gegnir mikilvægu ef ekki mikilvægasta hlutverkinu þegar kemur að lífsstílsbreytingum, er hugurinn! Að breyta hugarfarinu getur verið stærsta áskorunin! Að vera fastur í fyrirfram ákveðnum oft neikvæðum hugsunum sem kóða fyrir uppgjöf. Mynstur sem þú hefur tileinkað þér, kannski fyrir mörgum árum síðan, gamlir triggarar sem móta ákvaðanir þínar og þær þjóna þér ekki. Þetta munum við ræða á námskeiðinu og nota hagnýtar aðferðir til að hjálpa þér að skipta um spor í heilanum. Frá uppgjöf til sigurs!
Innihald og kennsla
Við munum skoða nýjustu vísindin í næringarfræði og brennslu og vinna með einföldum og árangursríkum aðferðum sem passa inn í amstur dagsins. Það fjallar um að skapa rútínu sem endurtekur sig þangað til heilinn og líkaminn hefur lært hvað þú vilt! Við búum til jákvæða og öfluga hugsun. Þegar þú trúir á sjálfan þig og færni þínar, er ekkert sem takmarkar þig og ekkert sem stoppar þig!
Vika 1: Ferðalagið byrjar! Grunnur, mataræði og brennsla
- Kynning á námskeiði. Form og innihald.
- Heilbrigður líkami, blóðsykur og brennsla.
- Megináhrifavaldar á brennslu:
- makrós (prótín, fita, kolvetni)
- hreyfing og líkamsrækt
- hugarfar
- ásetningur og viðheldni
- Lágkolvetna og bólgustemmandi matar áætlun
- Markmiðssetning. Hvernig við setjum markmið og mælum árangur.
Vika 2: Melting og hreinsun
- Hverning gengur. Spurningar og svör.
- Máltíðir og skammtar: Hvað máttu borða mikið?
- Ræðum uppskriftir: Breytum úr einu í annað betra og hollara.
- Jafnvægi og bólga: Mikrobíom, þarmaheilsa og áhrif á virka brennslu.
- Fasta og áhrif á bólgur, bjúg, verki og hreinsum. Þriggja daga fasta á föstulíku fæði!
- Snjallt fæðuval: Hvernig lesum við innihaldlýsingar og hvað eigum við að velja?
- Markviss bætiefni. Brennsla, orka, svefn, bólga.
Vika 3: Streita, hormónar og brennsla
- Hvernig gegnur? Spurningar og svör.
- Ræðum uppskriftir: Breytum úr einu í annað betra og hollara.
- Hormónar og áhrif á brennslu: Streituhormón, skjaldkirtillinn, estrogen, testósterón.
- Boðefni og heilann: brennsla, gleði, laun og umbun, innblástur, fíkn.
- Slæm og góð streita: Krónísk langvarandi streita, hormesis góð og hagnýt streita.
- Langvarandi þreyta: Svefn, hvatberar, insúlínnæmi, þunglyndi og depurð.
- Endurprógrammaðu heilan: mood food. hormónavænt fæði, hagnýt bætiefni og biohacking
Vika 4: Hugsaðu snjallt og jákvætt og haltu áfram
- Hvernig gengur? Spurningar og svör.
- Hugsaðu jákvætt: Hugræn atferlisaðferð sem hagnýtt verkfæri.
- Að setja heilsuna í forgang: Búðu til tíma fyrir þig! Lífsorku hjólið, hagnýtt verkfærði.
- Mataræðið og lífsstíllin: Setjum þetta allt í kerfi!
- Framhaldið rætt. Hvernig þú heldur áfram að byggja á því sem þú hefur lært og búa til varanlegan árangur. Mikilvægi stuðnings.
Það praktíska
- Námskeið hefst 11. október og lýkur 8. nóvember.
- Life kennsla: 11. október kl 17.30-20.30. Staður: Heilsumiðstöð Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30 í Reykjavík. Gengið inn bak við hús og þar eru næg bílastæði.
- Kennsla á netinu í lokuðum hóp: 17. október, 24. október og 31. október kl 9.00. Kennslan fer fram í raun tíma og verður tekin upp fyrir þá sem komast ekki í tíman.
- Kennlsu gögn eru aðgengileg í lokaða hópnum.
- Það er æskilegt að þú eigir bókina KETÓLFEX 331. Hún hefur fengist á bókamarkaðnum á Granda en þú getur líka pantað hana HÉR
- Ath! Takmörkuð pláss! Þegar þú hefur skráð þig og greitt er plássið þitt tryggt. Þú færð póst með upplýsingum og aðgang að hópnum á fb áður en námskeið hefst.