Carnivore mataræðið.
Hvað er það? Út á hvað gengur það? Hvað á maður að borða? Er þetta eitthvað fyrir mig?
Carnivore er fæðustefna sem er næsti bær við ketó mataræðið. Meginmunurinn er þó, að Carnivore er kjötfæði og þar eru engin kolvetni í boði!
Ég leyfi þessu aðeins að lenda og endurtek svo að allt sér á hreinu; hér er ekkert borðað frá plönu- og jurtaríkinu. Ekkert grænmeti, salat, baunir, ávextir eða ber. Hins vegar má borða allt sem kemur frá dýrum: kjöt, fuglakjöt, fisk, skelfisk, egg og eitthvað af mjólkurvörum ef þú þolir þær. Og svo er nóg af hollri fitu.
Carnivore kjötfæðið er vinsælt og virkar venjulega vel fyrir þig sem meðal annars:
- vilt létta þig og örva fitubrennsluna fljótt og á heilbrigðan hátt. Hér eru hitaeiningar ekki taldar og þú getur borðað eins mikið og þú vilt.
- ert með bólgur og verki
- ert með efnaskiptavillu
- hefur alls konar húðvandamál þ.á.m. exem og útbrot
- vilt prófa eitthvað nýtt og skoða hvort það geti gert eitthvað gott fyrir t.d. ef þú ert með óþol, ofnæmi og sjálfsónæmi
- ert bara forvitnir og vilt prófa carnivore mataræðið 28 daga og sjá svo til.
Hér er leiðarvísir í carnivore mataræðinu sem svarar öllum þínum spurningum og sem kemur þér vel og örugglega afstað!
Þú greiðir vöruna og hlaðar bæklingnum niður á tölvuna þína eða í síman! Ef þú lendir í einhverjum vandræðum hafðu þá samband við mig thorbjorg@thorbjorg.dk
CARNIVORE MATARÆÐIÐ FYRIR BYRJENDUR