UMSAGNIR FRÁ ÝMSUM NÁMSKEIÐUM

Svavar Örn hárgreiðslumeistari
„Mér finnst skylda mín að segja frá því sem ég er að gera og hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Það er hún Þorbjörg Hafsteinsdóttir og námskeiðið hennar Ljómandi seM ER Í Yogafood. Þarna fékk ég svo mikla fræðslu og verkfæri til að koma sykri út úr mínu lífi. Ég verð bara að segja að ég er allur annar. Ég hvet ykkur sem langar að skoða þessi mál að skella ykkur. Takk Tobba fyrir að gera lífið léttara, orkumeira og betra“.

Ragnheiður Gröndal
„Ég mæli með þessu námsskeiði fyrir alla sem vilja öðlast dýpri skilning á næringu almennt og fá frábær verkfæri upp í hendurnar til þess að ná markmiðum sínum. Tobba er mikill innblástur!“

Valdís Sigurgeirsdóttir
„Frábært námskeið sem ég mæli eindregið með hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref í átt að bættu mataræði eða ert lengra komin. Þorbjörg er ekki bara stútfull af fróðleik heldur kemur efninu bráðskemmtilega frá sér og á mannamáli. Námskeiðið færði mér fullt af verkfærum sem ég mun nýta mér í framtíðinni“.
Daníel „Danni“ Örn Hinriksson
„Vá nú langar mig að þakka fyrir mig. Ég byrjaði á námskeiði fyrir fimm vikum síðan, Ljómandi og 10 árum yngri, og vitiði ég er eins og nýr!… Ég er frá fyrsta degi námskeiðisins búinn að vera eins og nýr maður, 7 daga djúsfasta var svakalega góð en ekki átakalaus svona síðustu dagana. Og ekki leiðinlegt að losna við 6.5kg! Ég fagna nýjum og breyttum lífstíl, ég þakka fyrir morgunshakeinn minn og allt það sem í boði er af sykurlausu fæði, þetta er ekkert mál, sérstaklega þegar líðanin verður svona góð. Ég þakka Þorbjörgu fyrir að kynna mig fyrir nýju lífi, takk takk takk þú ert frábær manneskja!!!“
Arndís Arnarsdóttir
„Frábært námskeið hjá Tobbu, fræðandi og skemmtilegt. Ég er full af orku og sérkennilegri lífsgleði eftir þetta námskeið. Ef þú er í sleni óánægð og vilt breyta um stefnu í lífinu þá skaltu drífa þig í að skrá þig“.
Edda Hauksdóttir
„Það verður að viðurkennast að ég hafði mínar efasemdir þegar ég skráði mig á námskeiðið hennar Tobbu. Ég bjóst við hungri, heilögum sannleika um mat og sleggjudómum. Ég fékk ekkert af ofantöldu. Nú rúmum mánuði síðar er ég í fyrsta sinn á mínum 50 árum í eðlilegu og góðu sambandi við mat. Ég er aldrei svöng, borða hollan og góðan mat, húð mín er mjúk og geislandi, svefninn er nærandi og góður auk þess sem ég hef sjaldan verið í eins góðu jafnvægi andlega. Það skemmir heldur ekki að ég er búin að missa rúm fimm kíló og viktin er enn á niðurleið þrátt fyrir að vera útskrifuð frá Tobbu! Námskeiðið sem ég fór á með trega hefur breytt lífi mínu og það skemmir ekki fyrir hversu skemmileg og mannbætandi hún Tobba er. Ljómandi kveður!“
María Hildiþórsdóttir, sérkennari
Ég er með slit í báðum hnjám, fjölvöðvagigt og mörg einkenni vefjagigtar og fór á föstunámskeið hjá Þorbjörgu til að athuga hvort ég gæti með föstu og breyttu mataræði haldið þessum einkennum niðri. Ég fann mun strax á öðrum degi föstu😄sjósundið ætlaði ég ekki í en lét sannfærast og prófaði. Áhrifin létu ekki á sér standa og ég fann strax hvað kælingin í sjónum hafði góð áhrif. Yogatímarnir á morgnana virkuðu mjög vel ekki síður fyrir andlegu hliðina en þá líkamlegu.Þorbjörg er góður leiðbeinandi og brennur fyrir heilbrigði og heilsu og hvatti okkur áfram með ráðum og dáð. Námskeiðið er vel skipulagt dagleg samvera hópsins byggði upp stuðning og hvatningu sem skiptir sköpum. Ég get heils hugar mælt með föstunámskeiði hjá Þorbjörgu, það endurræsir líkama og sál.
Anonym
„Ég léttist um 3,5 á föstunni, það kom strax 1 aftur eftir að við fórun yfir á ketó en nú er það farið aftur og 1/2 í viðbót. Þannig að 3 farin í heildina, ég er bara mjög sátt m það, ég veit að ég léttist alltaf hægt og mér líður eins og ég hafi misst meira.“
Margrét Stefánsdóttir
Takk fyrir frábæra samveru. Ég er mjög ánægð með þetta námskeið og mér líður dásamlega! Orkumikil og mér líður svo vel i líkamanum. Sjósundið var frábært geggjuð upplifun sem mig langar að halda áfram með. Þorbjörg Hafsteins þú ert einfaldlega dásemd💕 Bestu þakkir fyrir mig ég mun koma aftur til þin á námskeið.
Eydís Hilmars
„Ég er súper ánægð með mig sjálfa og námskeiðið! Mjög mikið af „eye openers“ í fræðslu og allri endurgjöf. Takk kærlega fyrir mig kæra Þorbjörg! Þú ert frábær!“
Margrét Stefánsdóttir
Takk fyrir frábæra samveru. Ég er mjög ánægð með þetta námskeið og mér líður dásamlega! Orkumikil og mér líður svo vel i líkamanum. Sjósundið var frábært geggjuð upplifun sem mig langar að halda áfram með. Þorbjörg Hafsteins þú ert einfaldlega dásemd💕 Bestu þakkir fyrir mig ég mun koma aftur til þin á námskeið.
Rakel Björnsdóttir
„Vá, hvað þetta er stórmerkilegt og mikill áfangi. Ef ekki hefði verið fyrir þína miklu og góðu hvatningu Þorbjörg hefði ég gefist upp strax á þriðja degi. Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki verið neitt mál. Þetta er mál en svo mikið þess virði bæði andlega og líkamlega. Ástarþakkir fyrir mig.“ ❤️
Gunnhildur Harpa Hauksdóttir
„Takk fyrir samveruna allar, þetta er búið að vera yndisegt og virkilega fróðlegt, flott námskeið sem ég á eftir að mæla með.“
Ástríður Sigvaldadóttir
„Við fórum í sjósund í morgun. Yndislegt og ekkert mál lagðist einfaldlega og prófaði að synda. Heita pottin og í litla sjóinn og svo aftur í sjoinn þetta var geggjað. við mættum nokkrar alsælar. Já ég er alltaf að léttast og nýt þess að fara í sjósund næstum á hverjum degi, ketó gengur bara vel, er að ná tökum á þessu og virkilega ánægð“
Scroll to Top