
UM ÞORBJÖRGU
Fyrirtækið, sem þú átt í viðskiptum við á þessari síðu er í eigu og rekstri Þorbjargar Hafsteinsdóttur og er skráð þannig:
Þorbjörg Hafsteins
kt. 200859-4809
Danmörk
email: thorbjorg@thorbjorg.dk
sími: +4540916413
Þorbjörg er frumkvöðull í útbreiðslu á faglegum og vísindalegum upplýsingum um samhengi á milli öldrunar og lífsstíl. Hún er menntuð hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, lífsstílsþjálfi ( Certified Life Coach) og jógakennari. Hún er rithöfundur fjölda bóka um heilsu, næringu og lífsstíl og svo er Þorbjörg móðir og amma.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir er stofnandi Sundhedsrevolutionen í Danmörku og framkvæmdarstjóri vörumerkisins Thorbjörg. Fyrsta bók henna;10 árum yngri á 10 vikum kom út 2008 og var metsölubók á Íslandi og í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og seinna í USA og Lettlandi. Bókin kveikti í vitundarvakningu og umræðu um heilbrigði, næringu og heilsu um heim allan.
Þorbjörg er með yfir 30 ára reynslu í næringar- og heilsu meðferðum. Hún er sérfræðingur í lífsstílsbreytingum og hefur hjálpað þúsundum af fyrst og fremst konum á öllum aldri að ná betri heilsu og líðan. Þar á meðal eru heilsufarslegar áskoranir og einkenni sem varða sykurfíkn, offitu, sykursýki gerð 2, efnaskiptavilla, hormónabreytingar og breytingaskeiðið, heilbrigð meðganga og ekki minnst bólgasjúkdómar og öldrun.
Þorbjörg hefur umbreytt konum og körlum með 10 árum yngri prógramminu sínu og heldur byltingarkennd og áhrifarík námskeið meðal annars Breytingaskeiðið á Toppnum, Ketoflex 3.3.1 – og Carnivore mataræðið.
Þorbjörg er brautryðjandi í og sérhæfir sig bólgustemmandi, lágkolvetna mataræði (anti inflammatory) og heildrænni kennslu og innblæstri í lífsstíl sem dregur úr of hraðri öldrun og fyrirbyggir sjúkdóma og kvilla sem tengist bólgum. Heilsustefna Þorbjargar byggir á lágkolvetna fæði, aukin meðvitund um lífsmynstur og “orkuþjófa” ásamt stuðnings heilsiðkun eins og föstur, köld böð, yoga, meðvituð öndun, líkamsrækt og hreyfing í útiveru.
Þorbjörg er vinsæll fyrirlesari og kennari og heldur fyrirlestra hjá stórum sem smáum fyrirtækjum á Íslandi og í Danmörku. Hún var næringar- og lífsstíls sérfræðingur í sjónvarpsþáttunum Botox eller Brocoli í Danmörku og 2018 í þáttaröðinni 100 Years Younger in 21 Days hjá ITV sjónvarpsstöðinni í Bretlandi. Þorbjörg kemur oft fyrir í fjölmiðlum sem lífsstíls sérfræðingur í tímaritum eins og t.d. danska Alt for damerne, og sjónvarpsþættinum danska; Go’Morgen Danmark og í bloggum hjá stórum og áhrifaríkum, amerískum heilsusíðum eins og MindBodyGreen sem setti Þorbjörgu á listan yfir 100 Women to Watch in Wellness.
„Lífsgleði mín endurspeglast m.a. í fólki sem leitar sér aðstoðar hjá mér og fær bata, betri líðan og jafnvel nýtt líf. Ég hef fundið leiðir sem hjálpa mér að vera meira lifandi, geislandi, sterkari og í minni kjörþyngd og mig langar að deila því með þér! Draumur minn er að allir geti notið þess sem ég hef náð. Þú getur það – og ástríða mín mun hjálpar þér að ná markmiðum þínum” – Þorbjörg
Þorbjörg hefur skrifað átta metsölubækur; 10 árum yngri á 10 vikum, matreiðslubókina Matur sem yngir og eflir, Safaríkt líf- ljúffengir heilsudrykkir, Níu Leiðir til Lífsorku, Ljómandi falleg húð á 28. dögum, Min Yoga- næring til krop og sjæl, Ketóflex 3.3.1 og sú nýjasta; Sundhed har ingen alder frá 2023.