B12! Ofur vítamínið fyrir orku og úthald

 

Þú gætir verið meðal þeirra með  25% minni möguleika á eðlilegri orkumyndun og nýtingu á nauðsynlegum næringarefnum. Ástæðan getur falist í einni, en afar mikilvægri sameind; B12 vítamín.

 

B12 virkar þannig að okkur líður vel, það verndar DNA og hjálpar genunum okkar að tjá sig, það verndar taugafrumur og heilan, styður orku og ónæmiskerfið og er mikilvægt fyrir framleiðsu á boðefninu serótónin sem framkallar vellíðan og orku og góðan svefn. 

B12 finnst í náttúrulegu formi í dýraafurðum, kjöti, feitum fiski, eggjum og mjólkurafurðum. Það er ástæðan fyrir að grænmetisætur og vegan geta átt í erfiðleikum með að fá nægilegt magn.

B12 er ekki bara B12 en er til í fjórum gerðum eða týpum. 
  • Methylcobalamin
  • Adenosyl Cobalamin
  • Cyanocobalamin
  • Hydroxocobalamin

Methylcobalamin og Adenosylcobalamin eru bæði aðgengileg úr í fæðunni og eru þannig náttúruleg vítamín. Þau virka vel saman og mæta stærsta partinum af B12 þörfum líkamans. Methylcobalamin virkar þó best þar sem upptakan og ekki minnst nýting í frumunum er betri heldur en úr Adenosylcobalamin eitt og sér.

Cyanocobalamin er ekki náttúrulegt vítamín en líkaminn verður að sjá um að breyta því í Methylcobalamin og Adenosylcobalamin til að vera fær um að nýta það. Það er algengasta og ódýrasta af B12 vítamín gerðunum og er notað sem bætiefni og einnig í vítamínviðbættan mat eins og t.d. morgunkorn. 

Hydroxocobalamin er notað fyrir fólk sem er með alvarlegan skort á B12 og gefið sem efni sprautað í vöðva eða í dropp beint í æð.

Þess má geta að bakteríur í þörmunum framleiða þessa gerð af B12 fyrir okkur, ef meltingin er góð.

Hvað gerir B12 vítamín svona mikilvægt?

Líkaminn þarf þetta lífsnauðsynlega vítamín til að starfa eðlilega:

  • Framleiða orku í hvatberum. 
  • Fyrir heilafrumur, taugaboð og allt taugakerfið.
  • Fyrir fókus og einbeitingu og vera “vakandi”. 
  • Stuðningur fyrir svokallaða homocysteine framleiðslu sem stuðlar að heilbrigðu æðakerfi og blóðrás. 
  • Streitustjórn og ró. 
  • Heilbrigða og eðlilega frumuskiptingu og frumuvökst. 
  • Styrkir ónæmiskerfið. 
  • Mikilvægt fyrir eðlileg og heilbrigð efnaskipti þar sem kemur að, meðal annars, kolvetnum og fitu. 
  • Mikilvægt fyrir gena”lesningu” og genatjáningu. 
Kannski þarft þú að skoða B12 búskapinn þinn? Þetta hefur áhrif:

Ef þú greinist með lágt B12 í blóðprufu er ekki ólíklegt að eitthvað af þessum þáttum gæti verið hluti af vandamálinu. 

  • Þú ert grænmetisæta eða vegan.
  • Eldri en 60 ára.
  • Maga- og meltingarvandamál, sérstaklega ef magasýrur eru lágar og vandamál með bakrennsli.
  • Streita og lélegur svefn.
  • Reykingar.
  • Miklar blæðingar ef þú ert kona á þeim aldri. 
  • Annað.

Einkennin geta verið líkamleg og andleg þreyta, leiði og depurð, óróleiki í líkamanum og í vöðvunum, náladofi í fingrum, meltingarvandamál, svefnvandamál og síendurteknar sýkingar eða bati eftir veikindi. 

Athuga að einkenni sem þessi geta verið allt annað en B12 skortur og best að láta athuga B12 búskapinn í blóðprufu. En það sakar ekkert að taka inn B12 í nokkra daga og athuga hvort það hjálpar.

B12 skiptir líka máli fyrir kolvetnis efnaskiptin, það er að segja hvernig líkaminn meltir og nýtir kolvetni sem orku. Ef það er ekki nóg af gæða B12 eða líkaminn er ekki fær um að nýta það er auðveldara fyrir blóðsykurinn (frá kolvetnunum) að umbreytast í fitu þar á meðal maga- og búkfitu. Það þarf að sjálfsögðu meira til en bara B12 bætiefni  til að sporna við því en getur verið partur af stóru myndinni en það er eðlilega skiptir mataræðið, hreyfing og svefn máli.

Vandamál með of litlar  magasýrur og bakflæði geta truglað eðlilegt niðurbrot á prótíni. Vissulega er besta B12 vítamínið í meðal annars kjöti af því að það nýtist svo vel í frumunum, en ef magasýrur eru lágar getur verið erfitt að kljúfa og melta prótínið úr því og nýta B12 vítamínið. Það hefur að hluta að gera með efni í magasafanum, intrinsic factor, sem tryggir ekki bara nýtingu á B12 úr fæðunni en einnig framleiðslu á B12 í þörmunum. 

Einkenni á lágum magasýrum eru meðal annars uppþemba og loft í maga, óþægilegir loftverkir, þreyta, hægðavandamál, þurrkur í húð og útbrot. 

Það sem við borðum getur ýtt undir lélega nýtingu á B12 vítamín þar á meðal viðbættur sykur, sykur, geymslu- og rotvarnarefni, kaffi og koffín drykkir og aðrir þættir sem skapast af streitu og álagi. 

Þetta gerir B12 fyrir  þig
  • Í samvinnu við folínsýru / B9 vítamín myndar rauð blóðkorn og eykur upptöku á járni. 
  • Styður góða meltingu og upptöku á næringarefnum.
  • Styður góða og heilbrigða orkuframleiðslu.
  • Róar taugakerfið og taugaboð og framkallar ró.
  • Eykur fókus, einbeitingu og minni.
  • Mikilvægt fyrir getnað og barnshafandi konur.
  • Gefur orku. 
  • Mikilvæg fyrir genatjáningu hjá mörgum. 
  • Annað.
Tryggðu betri upptöku á náttúrulegu B12 frá matnum

-Sykurlaust lágkolvetna mataræði.

-Takmarka kaffi og koffín ríka drykki (orkudrykkir).

-Prófa mjólkurlaust fæði.

-Örva magasýrur með sítrónusafa og grape ávaxtasafa fyrir matinn (nota sogrör, passa glerunginn á tönnunum) eða nota meltingarhvata með mat. 

-Taka inn góðgerla, ég mæli með Probi Mage v299. 

-Nota B12 sem bætiefni í formi sem leysist upp í og sogast úr slímhúð í munni (sub lingual). Ég nota sjálf og mæli með Vitamin B12 Boost Spray frá Better You sem er sykurlaust náttúrulegt Methylcobalamin, sem tryggir góða upptöku og nýtingu alls staðar í líkamanum. Fjögur púst (1200 mcg), undir tunguna, afar einfalt, þægilegt og bragðgott og virkar mjög vel. Better You spray fást víða m.a. í Hagkaup og Lyfju og í apótekum. 

Scroll to Top