EINKARÁÐGJÖF

Heilsu- og næringarráðgjöf hnitmiðuð að þínum óskum, markmiðum og þörfum.

Er líkaminn að reyna að segja þér eitthvað? Best að hlusta og fá hjálp.

Fáðu greiningu, plan og prógram með hnitmiðuðu mataræði, bætiefnum, lífsþjálfun og eftirfylgni eins lengi og þú þarft!
Pantaðu tíma núna! Hafðu samband: thorbjorg@thorbjorg.dk

 

GREINING

Greining felst í að átta sig á hvaða heilsufarslegar áskoranir þú ert með, sagan, einkenni og hvernig þér líður. Það getur verið breytingaskeiðið,  bólgusjúkdómar, gigt, síþreyta, ofþyngd og margt annað.

Fyrir utan greiningu byggða á heilsufarssögu er möguleiki á að taka ýmiss konar próf eða test sem gefa enn skýrari svör, sérstaklega þegar um langvarandi og flókin einkenni er um að ræða. Það getur verið hagnýtt að soða hormóna stöðuna á breytingaskeiðinu, fyrir tíðarhvörf (pre menopause) og eftir að blæðingum er lokið (post menopause).

DÆMI UM ÖNNUR TEST:
  • Hormónatest
  • Organískar sýrur sem greina skort á t.d. vítamínum, steinefnum, sproefnum og amínósýrum sem eru nauðsynlegar fyrir alls konar lífræn efnasamböng og eðlilega virkni líkamans.
  • Meltingarkerfið. Flóran, óboðnir gestir (bakteríur, sveppir, snýkjudýr), bólgur, melting, upptaka, lekur þarmur.
  • Fæðuóþol
PLAN OG PRÓGRAM

Þegar þú pantar fyrsta tíman, færðu senda Heilsufarsskrá, sem þú útfyllir og sendir mér tveimur dögum fyrir tíman. Í fyrsta tímanum, sem er einnig sá lengsti, eru línurnar lagðar fyrir heilsuplanið þitt, byggða á heilsufarssögu og þínum óskum og þörfum. Það getur verið að þú þurfir bara eitt eða tvö skipti. Eða þú óskar að vera í X margar vikur eða jafnvel mánuði með vikulegri eða mánaðarlegri eftirfylgni. Það ákveðum við í sameiningu.

MATARÆÐI OG BÆTIEFNI

Mataræðið er algjörlega hnitmiðað eftir þinni heilsufarssögu og markmiðum. Þú færð mataráætlun sem inniheldur leiðbeiningar  um hvaða matur, hve mikið og hvenær er best að borða. Til dæmis útreikningar af makrós (macros), ( prótínum, fitu og kolvetnum). Sama máli gegnir um bætiefnin en ráðleggingar eru markviss valin eftir þínum þörfum til að, meðal annars, bæta, bústa, róa, efla, endurnýja, vinna á bólgum, endurnýja og yngja þig upp!

LÍFSÞJÁLFUN

Getur verið partur af  heildar ráðgjöfinni, og getur verið mjög gagnlegt þegar mynstur, sem ekki þjónar þér, flækist fyrir þér og  hindrar þig í að ná þínum markmiðum. Sem dæmi má nefna sykurfíkn, matarfíkn, önnur fikn, stjórnleysi, agaleysi, meðvirkni.

EFTIRFYLGNI

Þú getur verið undir minni umsjón og eftirliti í eftirfylgni eins lengi og þú vilt. Við ákveðum í sameiningu hverning og hve langt þú vilt hafa þitt heilsu ferðalag. Mín reynsla er að þrír mánuðir er sá tími sem  líkaminn þarf til að endurnýja og heila sjálfan sig og sem flestir þurfa til að breyta og aðlaga sig að breytingum og fá góða rútínu.

  • Fyrsti tíminn tekur 75 mínútur og fer fram á Zoom.
  • Næstu tímar á eftir geta tekið 30 mín og sumir 15 mínútur.
  • Eftirfylgni og eftirlit er vikulega til að byrja með og getur verið símaviðtal, venjulegt eða facetime.
  • Þú hefur ótakmarkað aðgang að skrifa mér skilaboð á sms eða á Whats App.
  • Verð fer eftir hvaða prógram þú velur.
  • Þú færð góðan afslátt á ýmsum bætiefnum.
Dæmi hverning næringar- og heilsuprógram er byggt upp:
  1. Eitt skipti: heilsufarssaga og markmið; til dæmis að stöðuhækka sig á sykurlausu fæði eða fá ráðleggingar um hollt og vel samansett vegan mataræði. Við ákveðum hvort þú kemur í endurtíma eftir 4 vikur.
  2. Þrjú skipti. Fyrsta skipti heilsufarssaga og markmið. Tvær endurkomur þriðju hvora viku. Sms eða Whats App þjónusta eftir þörfum.
  3. Þrír eða sex mánuðir. Fyrsti tíminn heilsufarssaga og markmið. Endurkomur næstu 6 vikur, vikulega í 60 mín, 30 mínúttur eða 15 mín og síðan aðra hvora viku eins lengi og þú vilt. Sms skilaboð þjónusta eða Whats App eftir þörfum.
TEMA SEM ÉG VINN MEÐ:

Leiðbeiningar um mismunandi mataræði:

    • Sykurlaust og bólgustemmandi fæði.
    • Ketó- OG ketóflex mataræðið, þar á meðal útreikningar af makrós.
    • Vegan- og grænmetis fæði
    • Sport nutrition; mataræði til að efla úthald og minnka afleiðingar frá meiðslum.
    • ANNAÐ:
    • Þyngarstjórnun og heilbrigt og öruggt þyngdartap
    • Sykursýki 2
    • Meltingar vandamál
    • Fæðuþóþol
    • Histamín óþol
    • Hormóna vandamál
    • Breytingarskeiðið
    • PCOS og þungun / fjölblöðruheilkenni
    • Endometriosa / legslímuflakk  og þungun
    • Gigt
    • Vefjagigt
    • Hjarta- og æðasjúkdómar ( hár blóðþrýstingur, kólesteról, blóðfita)
    • Depurð, kvíði
    • ANNAÐ (spurðu mig)

Hormónar og breytingarskeið, „latur“ skjaldkirtill, síþreyta, vefjagigt, áfallaröskun, meltingarvandamál, fæðuóþol, ójafnvægi á blóðsykri og þyngd, sykurfíkn, kolvetnisfíkn, matarfíkn, bólgur, gigt og stoðverkir, mígerni, depurð og þunglyndi, húðvandamál, sjúkdómar.

Líkaminn er ein heild og allt vinnur saman til dæmis hormóna- og innkirtlakerfi, meltingar- og taugakerfi. Upptök og rót vandamálsins eru oft annars staðar í líkamanum en þar sem einkennin gera vart við sig. Það er einnig mikilvægt að skoða heilsufarssögu þar á meðal umhverfi, venjur og mynstur sem geta átt þátt í langvarandi og krónískum næringar- og heilsuvandamálum.

Pantaðu tíma núna! Hafðu samband og skrifaðu mér  á thorbjorg@thorbjorg.dk

Um Þorbjörgu næringarþerapista
Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top