EINKARÁÐGJÖF. HEIMA ER BEZT!

19,500 kr.

Taktu tímann heima! Ertu vansæl og veist ekki hvað þú átt af þér að gera? Er eins og líkaminn sé stöðugt að vinna á móti þér? Þá er komin tími á hjálp. Pantaðu tíma núna! Stakur tími varir 60 mín og kostar 19500 kr. Ráðgjöfin fer fram á netinu á lokuðum fundi okkar á milli, þar sem við sjáum hvor aðra og er því ekki staðbundin. Þú færð sendan hlekk á fundinn um leið og við höfum sammælst okkur um tíma.

Það er líka möguleiki á að kaupa klippikort með þremur eða fleiri tímum sem getur borgað sig. Við ræðum hvað þú hefur þörf fyrir þegar við hittumst. Við leggjum svo línurnar í sameiningu.

Þegar þú hefur greitt fyrir tímann hér á síðunni, hef ég samband við þig innan 73 tíma á það netfang, sem þú gefur upp við kaupin.

Maturinn getur breytt lífi þínu!

Það er fátt sem ekki er hægt að breyta, bæta og laga með hagnýtri sérfræðiráðgjöf.

Næringarráðgjöf

    • Hnitmiðuð næringarráðgjöf í bólgustemmandi fæði, ketófæði, vegan- og grænmetis fæði
    • Heilsu- og næringarþerapía
    • Markþjálfun
    • Möguleiki á ýmiss konar greiningar prufum sem eru greindar erlendis
    • Viðtöl gegnum skype eða síma og persónuleg viðtöl

Hormónar og breytingarskeið, „latur“ skjaldkirtill, síþreyta, vefjagigt, áfallaröskun, meltingarvandamál, fæðuóþol, ójafnvægi á blóðsykri og þyngd, sykurfíkn, kolvetnisfíkn, matarfíkn, bólgur, gigt og stoðverkir, mígerni, depurð og þunglyndi, húðvandamál, sjúkdómar.

Líkaminn er ein heild og allt vinnur saman til dæmis hormóna- og innkirtlakerfi, meltingar- og taugakerfi. Upptök og rót vandamálsins eru oft annars staðar í líkamanum en þar sem einkennin gera vart við sig. Það er einnig mikilvægt að skoða heilsufarssögu þar á meðal umhverfi, venjur og mynstur sem geta átt þátt í langvarandi og krónískum næringar- og heilsuvandamálum.

Taktu skrefið og pantaðu þér tíma í ráðgjöf ef eitthvað af ofangreindu er að angra þig (eða tengdar lýsingar). Með því að greiða staðfestingargjaldið ertu komin áleiðis. Við leggjum síðan plan í sameiningu bæði hvað varðar aðgerðir og kostnað.

Hafðu samband í dag og pantaðu tíma hér á síðunni. Fljótlegt og einfalt, en eitt risaskref í átt að betra lífi. Það skiptir ekki máli hvar þú ert eða hvar þú býrð. Viðtalstímarnir fara einnig fram í gegnun skype eða á zoom.

Ég hef samband við þig innan 3ja daga á það netfang, sem þú gefur upp við kaupin.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top