EINKARÁÐGJÖF. HEIMA ER BEZT!

15,000 kr.

Taktu tímann heima! Ertu vansæl og veist ekki hvað þú átt af þér að gera? Er eins og líkaminn sé stöðugt að vinna á móti þér? Þá er komin tími á hjálp. Pantaðu tíma núna! Stakur tími varir 75 mín og kostar 15000 kr. Ráðgjöfin fer fram á netinu á lokuðum fundi okkar á milli, þar sem við sjáum hvor aðra og er því ekki staðbundin. Þú færð sendan hlekk á fundinn um leið og við höfum sammælst okkur um tíma.

Það er líka möguleiki á að kaupa klippikort með þremur eða fleiri tímum sem getur borgað sig. Við ræðum hvað þú hefur þörf fyrir þegar við hittumst. Við leggjum svo línurnar í sameiningu.

Þegar þú hefur greitt fyrir tímann hér á síðunni, hef ég samband við þig innan 73 tíma á það netfang, sem þú gefur upp við kaupin.

Maturinn getur breytt lífi þínu!

Það er fátt sem ekki er hægt að breyta, bæta og laga með hagnýtri sérfræðiráðgjöf.

Næringarráðgjöf

    • Hnitmiðuð næringarráðgjöf í bólgustemmandi fæði, ketófæði, vegan- og grænmetis fæði
    • Heilsu- og næringarþerapía
    • Markþjálfun
    • Möguleiki á ýmiss konar greiningar prufum sem eru greindar erlendis
    • Viðtöl gegnum skype eða síma og persónuleg viðtöl

Hormónar og breytingarskeið, „latur“ skjaldkirtill, síþreyta, vefjagigt, áfallaröskun, meltingarvandamál, fæðuóþol, ójafnvægi á blóðsykri og þyngd, sykurfíkn, kolvetnisfíkn, matarfíkn, bólgur, gigt og stoðverkir, mígerni, depurð og þunglyndi, húðvandamál, sjúkdómar.

Líkaminn er ein heild og allt vinnur saman til dæmis hormóna- og innkirtlakerfi, meltingar- og taugakerfi. Upptök og rót vandamálsins eru oft annars staðar í líkamanum en þar sem einkennin gera vart við sig. Það er einnig mikilvægt að skoða heilsufarssögu þar á meðal umhverfi, venjur og mynstur sem geta átt þátt í langvarandi og krónískum næringar- og heilsuvandamálum.

Taktu skrefið og pantaðu þér tíma í ráðgjöf ef eitthvað af ofangreindu er að angra þig (eða tengdar lýsingar). Með því að greiða staðfestingargjaldið ertu komin áleiðis. Við leggjum síðan plan í sameiningu bæði hvað varðar aðgerðir og kostnað.

Hafðu samband í dag og pantaðu tíma hér á síðunni. Fljótlegt og einfalt, en eitt risaskref í átt að betra lífi. Það skiptir ekki máli hvar þú ert eða hvar þú býrð. Viðtalstímarnir fara einnig fram í gegnun skype eða á zoom.

Ég hef samband við þig innan 3ja daga á það netfang, sem þú gefur upp við kaupin.

Reynslusaga mæðgna

Reynslusaga mæðgna, sem breyttu lífinu með ketoflex. ketoflex.is

Ég er ein af þeim sem hef ALDREI nennt að lesa innihaldslýsingar.
Í dag finnst mér það skemmtilegt.

Í byrjun árs sá ég auglýsingu á Facebook frá Þorbjörgu með KETOFLEX 3-3-1

Ég snar stopppaði þar við og kynnti mér málið þar sem ég hafði fengið þær upplýsingar frá innkirtlasérfræðingi dóttur minnar að „semi-ketó“ matarræði myndi henta henni vel þar sem hún er búin að berjast við þyngdina frá fæðingu og er að verða 17 ára.
Ég skráði okkur mæðgur á námskeið sem ég mun aldrei sjá eftir.

Námskeiðið var mjög svo fróðlegt, Þorbjörg kom efninu ofboðslega vel frá sér og náði svo vel til okkar mæðgna, hélt athygli okkar allan tímann!
Magnað hvernig allt í einu „kviknaði ljós“ í kollinum á okkur og við snérum við blaðinu á núll einni.
Einnig keypti ég bókina hennar KETOFLEX 3-3-1 og ég er bara með hana við höndina og fletti mikið upp í henni, nauðsynleg eign að mínu mati.

Við mæðgur erum að klára viku 4 núna og lítum svo á að KETÓFLEX sé komið til að vera okkar lífstíll.
Þetta er eitthvað sem mér finnst að allir ættu að kynna sér.

Ég hélt að ég gæti ekki orðið orkumeiri, en jú aukin orka, betra úthald, kílóin fjúka og toppurinn er að geta borðað góðan og fjölbreyttan mat með góðri samvisku.

Orð dótturinnar: „Þetta meikar allt svo mikinn sens“ og mér hefur ALDREI liðið betur!

Takk fyrir okkur!
Dagbjört Kristín & Fanný Gabríela.

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top