Ég hef alltaf haldið mest uppá C af öllum vítamínunum! Ég hef tekið það inn sem bætiefni í mörg ár og oftast sem liposomal bundið C vítamín til að tryggja góða upptöku og nýtingu.
C vítamín finnst í náttúrulegu formi aðallega sem ascorbínsýra í grænmeti, ávöxtum og berjum. Þegar það er mögulegt er best að fá C vítamínið sitt úr fæðunni en og mesta C vítamínið er meðal annars í kiwi, acai berjum, rauðri paprikku, guave ávöxt eða safa, appelsínum, jarðaberjum og brokkoli.
Ráðlagður skammtur fer eftir ýmsu meðal annars aldri, heilsu, hverning ónæmiskerfið þitt virkar, hvort þú reykir eða sért í umhverfi þar sem er verið að reykja eða mikil umferð eða önnur mengun, hvað þú borðar og hvort þú viljir nota bætiefni til að fyrirbyggja sjúkdóma og vera í toppformi. Ég tek sjálf inn 1000 mg daglega og meira í smá tíma ef það er kvef pest eða inflúensa í uppsiglingu. Ég er á lágkolvetna ketoflex mataræði og borða, að jafnaði, ekki ávexti og ávaxtasykur. Ég fæ eitthvað af C vítamínum úr grænu grænmeti en ekki nægilegt magn fyrir minn lífsstíl.
C vítamín er lífsnauðsynlegt vítamín sem við getum ekki framleitt sjálf en það geta t.d. hundar og geitur. Við verðum að sjá um að fá C vítamín annað hvort úr fæðunni eða og taka það inn sem bætiefni. C vítamín virkar á alls konar starfsemi í líkamanum okkar. Það er stórkostlegt fyrir ónæmiskerfið, vinnur og fyrirbyggir bólgur alls konar og virkar með öðrum næringarefnum til að hanna og framleiða til dæmis amínósýruna karnitín, tryggja upptöku á járni og svo gegnir C vítamín lykilhlutverki í framleiðslu á kollgeni fyrir heilbrigða liði og fallega ljómandi húð og viðgerð og viðhald á bandvef í líkamanum.
Vatnsuppleysanleg og fituuppleysanleg vítamín
C vítamín er, eins og B- vítamín, vatnsuppleysanlegt og getur verið áskorun fyrir upptöku og þar með nýtingu í frumunum. Frumurnar okkar eru umvafnar fituhjúpi, sem er fosfólípíð fita og hleypur mun auðveldlega fituuppleysanlegum vítamínu og efnum í gegn frekar en vatnsuppleysanlegum efnum. Fituuppleysanleg vítamín eru D, K, A og E vítamín. Fita aðlagast og blandast auðveldlega við aðra fitu en það er mun erfiðarar að blanda saman vatni og fitu. Ef vatnsuppleysanleg vítamín eru ekki nýtt í frumunum safnast þau ekki fyrir í líkamanum en líkaminn sér um að koma þeim út með þvagi.
Til þess að tryggja bestu upptöku á vantsuppleysanlegu C vítamíni er þess vegna góð hugmynd að „pakka því inn“ í fitu. Þessi fita heitir liposome.
Liposome
Liposome er fita sem er af sömu gerð og fofólípið fituhjúpurinn um á frumunum okkar. Það er hægt að nota liposomes fitu til að binda efni, þar á meðal vatnsuppleysanleg vítamín og önnur efni sem geta skemmst á leiðinni í gegnum meltingarkerfið og koma þeim þannig fitubundin inn í frumurnar. Þetta er, að mínum dómi, snilldar lausn sem gagnast okkur og heilsu okkar vel.
Upptaka og nýting á liposome C vítamíni er svo miklu betri. Ef þú ert að taka inn 1000 mg af “venjulegu” C vítamíni er ekki gefið að þú sért að nýta allan skammtinn! Helmingurinn af því gæti skolast út með þvagi. Á sama skammti af C vítamíni en sem er bundinn í liposome ertu öruggari með að fá allan skammtinn sem þú ert að taka inn.