Glöð og orkurík á breytingaraldrinum 22. september
17,500 kr.
Ekki til á lager
Hormónar í jafnvægi! Þú ert glaðari, léttari og í topp vellíðan!
Ein mæting mánudaginn 22. september kl 18-20.30. Aðhald og stuðningur i 14. daga á netinu.
Gleðin, orkan og þú: Leiðin til betri líðan á breytingaskeiðinu
Finnst þér eins og þú sért að missa tökin á sjálfri þér? Eins og þú sért allt í einu orðin ókunnug þinni eigin líkamsklukku? Þú ert ekki ein um það. Breytingaskeiðið getur valdið mörgum áskorunum: orkuleysi, pirringi, þyngdaraukningu, svefnleysi og fleiru. En það þarf ekki að vera svona!
Þú átt þetta skilið – að vera þú sjálf aftur. Að vakna full af orku, geta notið dagsins án hitakófs, liðverkja og þreyta taki völdin. Það er engin ástæða til að sætta sig við minni lífsgæði. Það er hægt að snúa þessu við.
Ég veit hvernig þér líður. Ég hef unnið með fjölda kvenna á þessu skeiði sem hafa fundið létti og endurnýjaða orku með því að læra að hlusta á líkamann sinn og gefa honum það sem hann þarf. Þetta snýst ekki um að telja kaloríur eða tileinka sér strangt mataræði. Þetta snýst um að skilja líkamann, laga til í lífsstílnum og taka aftur stjórnina.
Taktu stjórnina aftur með námskeiðinu Glöð og orkurík!
Þetta 14 daga námskeið er hannað sérstaklega fyrir konur á þínum aldri sem vilja skilja breytingaskeiðið, sigrast á einkennum þess og fá aftur gleði og orku í lífið.
Á námskeiðinu lærir þú:
- Leiðir til að ná jafnvægi: Lærðu að stilla af hormóna í gegnum matarræði og markviss bætiefni.
- Að kveikja á fitubrennslunni: Skildu tengsl blóðsykurs, bólgu og þyngdaraukningar og hvernig þú getur snúið þessu við.
- Hvernig þú nærð tökum á streitu: Finndu út hvernig streita hefur áhrif á líkama þinn og lærðu að beita lausnum til að minnka áhyggjur.
- Hvernig á að nærast rétt: Fáðu nákvæmar leiðbeiningar og matarplan sem er hannað til að auka orku og draga úr bólgu.
Þetta mun koma þér á óvart: Þetta þarf ekki að vera flókið. Það eru litlar, en mjög áhrifaríkar breytingar sem þú getur gert. Þær geta haft gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega heilsu þína. Þú munt finna fyrir aukningu á:
- Orku og gleði – Njóttu dagsins án þess að vera þreytt.
- Betri svefn – Sofðu vært alla nóttina án hitakófa.
- Sterkari vöðvum og liðum – mataræðið vinnur á bólgum og liðverkjum og byggir upp vöðva!
- Sjálfstrausti – Sjáðu húðina verða ljómandi og hárið líflegra og endurheimtu gleðina þína.
- Skýrleika; Njóttu þegar heilaþokunni léttir og þú endurheimtir gott minni og fókus.
Hvað færðu á námskeiðinu?
- Eitt kvöld í Reykjavík: Mættu á lifandi fyrirlestur hjá sérfræðingnum Þorbjörgu Hafsteins, þar sem þú færð allan grunninn og tækifæri til að hitta aðrar konur í sömu sporum.
- 14 daga stuðningur með Þorbjögu á netinu: Lokaður Facebook-hópur þar sem þú færð kennslu, aðhald, svör við spurningum og hagnýtar upplýsingar.
- Gagnleg kennslugögn:
- Matarplan með uppskriftum sem minnka bólgur og auka orku.
- Nákvæmur innkaupalisti og bætiefnalisti til að styðja við þig.
- Hagnýt ráð og aðferðir til að ná tökum á heilsusamlegum og bólgustemmandi lífsstíl!
- Margt margt fleira sem gagnast þér vel á þessari vegferð!
Dagsetning: Mánudagur 22. september kl. 18:00–20:30. Staðsetning: Heilsumiðstöð Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 31.
Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan. Skráðu þig í dag og byrjaðu ferðalagið þitt. Það er aldrei of snemmt og aldrei of seint til að fjárfesta í sjálfri þér.
Hlakka til að leiðbeina þér, Þorbjörg.
Þegar þú hefur greitt námskeiðið ertu skráð og plássið þitt tryggt! Þú færð póst með upplýsingum og aðgengi að fb hópnum fyrir byrjun námskeiðs.
Ég mæli með að þú hafir bókina Ketóflex 3.3.1 með í kennsluna. Þú getur keypt hana víða, t.d. í Hagkaup eða pantað hana HÉR