Heilsan er besta vinkona þín!

Heilsan er það dýrmætasta sem þú átt. Ef þú veist það ekki, þá hefurðu ekki prófað að missa hana. Þá fyrst gerirðu þér grein fyrir hvað þú átt og hefur misst. En hver og hvað er hún eiginlega, heilsan?

Ræktaðu sambandið með athygli og ást!

Heilsan er það dýrmætasta sem þú átt. Ef þú veist það ekki, þá hefurðu ekki prófað að missa hana. Þá fyrst gerirðu þér grein fyrir hvað þú átt og hefur misst. En hver og hvað er hún eiginlega, heilsan? Þú heyrir oft talað um hana í alls konar samhengi, þú lest um hana í bókum og blöðum og netið er fullt af góðum og slæmum ráðum um heilsuna. Allir vilja eiga hana og margir vita ekki hverning þeir eiga að halda henni. Hverning skilur til dæmis þú heilsuna þína? Teluru þig vera heilsusamleg og þjóna heilsunni á fitusnauðu fæði? Eða ert vegan eða á ketó? Hvaða mataræði hentar þér og þinni heilsu? Og á það alltaf saman, það sem hentar og þér og heilsunni? Ef þú hugsar ekkert um mataræðið en stundar ræktina fimm daga í viku, ertu þá við góða heilsu?

Ég hef unnið með heilsunni í mörg ár og hef mótað ákveðna sýn. Ég sé heilsuna sem Gyðju! Bara róleg! Ég er alveg niðri á jörðinni! En sem sagt heilsugyðjan, er hluti af mér, hefur sína eigin rödd, er sönn og talar mínu máli. Hún vill mér vel og er aldrei með skammir eða fordóma. Hún þarf þess ekki, því hún er alveg meðvituð um sitt gildi. Hún er líkamleg, andleg, sálræn, félagsleg og umhverfið hefur áhrif á hana. Hún er oftast sterk af eðlisfari og vill láta reyna á sig, ögra sér svolítið og kann að taka áskorun. Það gerir hana enn sterkari. Heilsan lætur mig alltaf vita ef og þegar ég fer of geyst, missi fókus og býð henni of mikið af áreyti og bulli sem veikir hana. Til dæmis þegar ég dett í sykurinn! Hún er í góðum tengslum við líkaman minn og ég verð látin vita um ójafnvægi, af því að henni þykir vænt um mig og vill koma í veg fyrir, að ég hljóti skaða af. Við erum eitt.

Gyðjan elskar dekur

Eins og kunnugt er, vilja gyðjur fá fórnir og gjafir og láta dekra við sig. Heilsan er engin undantekning. Reynslan hefur kennt mér, að það margborgar sig að vera í win win sambandi við hana. Fórna til dæmis sykrinum og gefa henni verðskulduga athygli með grænu grænmeti, uppbyggjandi prótínum og hollum og nærandi fitum. Heilsan hefur líka gott af markvissum orkugefandi bætiefnum og regluleg líkamsrækt og hugarrækt er hluti af heildrænni nálgun á heilsuna og þannig er ég besta útgáfan af sjálfri mér. Þannig líður mér best, ég er skapandi, í sjálfstengingu og í jafnvægi.

Heilsurækt er meira og annað en vöðvar!

Heilsan á sitt eigið hof og það er líkaminn minn. Ég dýrka samt ekki líkaman því heilsan hefur ekki áhuga á neinni dýrkun. En mér þykir mjög vænt um hann og fer eins vel með hann og mér er unnt. Ég hef brennandi áhuga á því sem ég get aðhafst, borðað og stundað sem mun endurræsa frumur og vekja alls konar yngingarmætti. Til dæmis getur líkaminn hreinsað sig sjálfan, endurbætt og framleitt nýjar stofnfrumur og á ke´tófæði breytt um orkugjafa! Við getum orðið ofurmanneskjur…ef við viljum, og lifað góðu og heilsusamlegu lífi í 100 ár!

Besta ráðið frá mér er þess vegna; Taktu árið í ´ást, athygli og umhyggju. Fyrir þig og heilsuna. Byrjaðu núna. Það er ekki eins flókið og þú heldur. Ég er í vinnu hjá Heilsugyðjunni, á lífslöngum samning sem felst í, að þjóna henni þannig að ég sjálf og aðrir njóti góðs af. Þú líka. Ég á nokkur öflug verkfæri, sem geta hjálpað þér og þinni heilsu vel af stað. Ketóflex námskeiðin vinsælu, nýja Ketóflex 3-3-1 bókin mín, Næringar ráðgjöf í einka viðtalstíma eða Föstur. Smelltu kossi á Heilsugyðjuna þína! Það borgar sig!

Scroll to Top