Þorbjörg í Fréttablaðinu, ketoflex.is

Fréttablaðið. Mataræðið er ekki baggi!

Þor­björg ber þess sannar­lega merki að lifa sam­kvæmt því sem hún predikar. Þannig hefst viðtal í Fréttablaðinu frá 11.01.2020.

„Þor­björg ber þess sannar­lega merki að lifa sam­kvæmt því sem hún predikar. Nú þegar hún stendur á sex­tugu stundar hún fjöl­breytta hreyfingu, skorar reglu­lega á sjálfa sig í leit að hinu full­komna jafn­vægi og lítur svo sannar­lega út fyrir að vera 10 árum yngri ef vísa má í titil fyrstu bókar hennar. Bókarinnar sem seldist í tug­þúsundum ein­taka í út­gáfu­landinu Dan­mörku og hefur verið gefin út hér á landi og hinum Norður­löndunum. Bókina sem hún enn byggir nám­skeið sín og fyrir­lestra á: 10 árum yngri á 10 vikum.

Þessi at­orku­mikla kona hafði fyrir löngu getið sér gott orð í Dan­mörku þegar við Ís­lendingar fengum fyrst að njóta góðs af fróð­leik hennar. Hún býr í dag í báðum löndum og hefur gert frá 19 ára aldri en ræturnar liggja vestur og þakkar hún inn­byggðum krafti Vest­firðinga hvert hún hefur náð í dag.“

Þetta er upphaf greinar í Fréttablaðinu frá 11.01.2020. Lestu áfram með því að smella á hlekkinn.

https://www.frettabladid.is/frettir/leyfdu-ser-ad-vera-threytt-og-sorgmaedd/

Scroll to Top