Carnivore mataræðið.
Hvað er það? Út á hvað gengur það? Hvað á maður að borða? Er þetta eitthvað fyrir mig?
Carnivore er fæðustefna sem er næsti bær við ketó mataræðið. Meginmunurinn er þó, að Carnivore er kjötfæði og engin kolvetni eru leyfð. Ég leyfi þessu aðeins að lenda og endurtek svo að allt sér á hreinu; hér er ekkert borðað frá plönu- og jurtaríkinu. Ekkert grænmeti, salat, baunir, ávextir eða ber. Hins vegar má borða allt sem kemur frá dýrum: kjöt, fuglakjöt, fisk, skelfisk, egg og eitthvað af mjólkurvörum ef þú þolir þær. Og svo nóg af hollri fitu.
Carnivore kjötfæðið er vinsælt og virkar venjulega vel fyrir þá sem meðal annars:
- vilja létta sig og örva fitubrennsluna fljótt og á heilbrigðan hátt. Hér eru hitaeiningar ekki taldar og þú getur borðað eins mikið og þú vilt.
- eru með bólgur og verki
- eru með efnaskiptavillu
- eru með húðvandamál
- vilja prófa eitthvað nýtt og skoða hvort það geti gert eitthvað gott fyrir t.d. óþol og sjálfsónæmi
- eru bara forvitnir og vilja prófa í 28 daga og sjá svo til.
Hér er leiðarvísir í carnivore mataræðinu sem svarar öllum spurningunum hér að ofan!
CARNIVORE MATARÆÐIÐ FYRIR BYRJENDUR