Glöð og orkurík á breytingaraldrinum 18. september

18,500 kr.

Hormónar í jafnvægi! Þú ert glaðari, léttari og í topp vellíðan!

Taktu heilsuna þína á hærra plan!

 

Ein mæting 18. september kl 18-20.30. Aðhald og stuðningur i 14. daga á netinu.

 

Ert þú á aldrinum 48 -60 ára ?

Er alls konar að baga þig og þér líður ekki nógu vel. Ertu búin að fá þig fullsadda! 14 daga námskeið með Þorbjörgu breytir lífinu þínu!

Þú ert sennilega á blessaða breytingaskeiðinu. Þrátt fyrir að umræðan og samtalið um breytingaskeiðið hafi aldrei verið eins mikil og núna, þá tölum við allt of lítið um hvað við sjálfar getum gert; breyta og bæta í lífsstílnum okkar. Við þurfum nefnilega ekki að vera aðgerðarlausar, það er svo margt sem er undir okkar stjórn að breyta, bæta og laga. Það kemur ekki af sjálfu sér en kannski veistu ekki hvað er til ráða og hvað þú átta að gera? Hvað er í gangi í kroppnum og hvaða lausnir eru við öllum þessum einkennum sem margar konur upplifa á þessum árum. Og það er nóg af að taka, eða 40 mismunandi tegundir!

Tengir þú við til dæmis eitthvað af þessum einkennum?

  • þreyta og orkuleysi
  • þrjósk aukakíló á maga og um miðjuna
  • depurð, kvíði, áhyggjustreita og þunglyndi
  • svefn truflanir
  • hita- og svitakóf á nóttunni, hitakóf á daginn
  • þurrkur í legslímhúð, augum og já allri slímhúð!
  • kynlífshvötin er farin í frí
  • breytingar í húðinni
  • stoð- og liðverkir
  • bólgur
  • vöðvamassinn að rýrna
  • hár blóðþrýstingur
  • efnaskiptavilla

Þetta þarf ekki að vera svona! Trúðu mér! Það er hægt að laga, bæta og breyta! Og það er ekki eins flókið né erfitt eins og þú kannski ímyndar þér! Ef þú aðhefst ekkert, hvar ertu þá eftir 2.ár? 5. ár?  Hvernig líður þér þá? Það margborgar sig að gera „eitthvað“ í málunum. Tíminn er núna! Það er aldrei of snemmt og aldrei of seint að bregðast við með réttum leiðum og láta sér líða vel núna og næstu mörg árin. Ég er með þetta „eitthvað“ og þú lærir allt um það á námskeiðinu! Taktu fyrsta skrefið strax í dag og skráðu þig á námskeiðið sem gefur þér topp orku og jafnvægi!

Þetta er ekki flókið! Breytum, bætum og kætum! Lausnin er á leiðinni!

Með lágkolvetna – og bólgustemmandi mataræði, markvissum bætiefnum, aukinni þekkingu á hvernig líkamninn og hormónarnir virka og margt annað.

Þú lærir á samspilið á milli hormóna.

Þú færð stjórn á streitu- og orkuhormónum.

Þú lærir líka afhverju það er næstum ómögulegt að létta sig um gram, ef þú ert með insúlínónæmi.

Þú lærir allt um prótin, fitu og kolvetni og nákvæmlega hvað mikið þú átt að borða til að ná fullkomnum árangri.

Ég kenni þér hvað og hvenær þú átt að borða og hvað þú átt að gera, til að laga og bæta og örva fitubrennsluna!

Tiltölulega fáar en áhrifaríkar breytingar, tikka í svo ótal mörg heilsubætandi box, á svo mörgum sviðum!  

  • Magafitan. Aukin fitubrennsla.
  • Bólgur og verkir verða minni.
  • Orka og gleði. Meira af þessu!
  • Svefninn betri og rólegri.
  • Hitakóf minnkar eða hverfur alveg!
  • Andlegur styrkur, einbeiting og minni mun betra!
  • Slímhúð og þurrkur lagast og þú færð rakan tilbaka.
  • Drive og power!
Þetta verður farið í á námskeiðinu:
  • Hvað er breytingaskeiðið eiginlega? Hvað gerist!
  • Jafnvægi á hormónabúskapnum.
  • Fitubrennsla og þyngdartab!
  • Blóðsykur, bólga, insúlínnæmi og fitubrennsla.
  • Makrós og magn.
  • Breytingaskeiðið og hormóna uppbót.
  • Hacks fyrir hormóna og gen sem yngir þig upp!
  • Matur sem stillir hormónabúskapinn, minnkar bólgur og verki og eykur fitubrennslu!
  • Markviss bætiefni fyrir hormóna jafnvægi, bólgur, orku og fitubrennslu.
  • Lífsorku píramídinn; forgangsröðun.
  • Spurningar og svör
  • Og margt annað!

Innifalið í námskeiðinu:

  • Fræðsla og kennsla á life námskeiði í Reyjavík 
  • Fræðsla, stuðningur, aðhald og hvatning og svör við spurningum í tvær vikur í lokuðum hóp á fb. 
  • Kennslu gögn.
  • Hráefnislisti með bólgustemmandi og hormónavænum mat.
  • Viku matarplan á lágkolvetna, bólgustemmandi fæði.
  • Bætiefnalisti: breytingaskeið og hormónar, orka, bólgur. 
  • Margt margt fleira sem gagnast þér vel á þessari vegferð!
Ein mæting í Heilsumiðstöð Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 31. fimmtudaginn 18. september kl 18-20.30
Tvær vikur á netinu í lokuðum hóp.

 

Þegar þú hefur greitt námskeiðið ertu skráð og plássið þitt tryggt! Þú færð póst með upplýsingum og aðgengi að fb hópnum fyrir byrjun námskeiðs.

Ég mæli með að þú hafir bókina Ketóflex 3.3.1 með í kennsluna. Þú getur keypt hana víða, t.d. í Hagkaup eða pantað hana HÉR 

 

Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top