Við Marta María eigum langa sögu að baki, hún hefur ávallt verið áhugasöm um heilsu kvenna og fylgst með mér og mínu starfi frá byrjun. Við unnum t.d. saman að sérlega vinsælum þáttum sem birtust á Smartlandi fyrir um það bil 10 árum síðan í kjölfar útgáfu bókarinnar „10 árum yngri á 10 vikum“.
Svo vitnað sé í greinina á Smartlandi:
Allar eldumst við og verðum eldri með hverjum deginum sem líður. Að eldast vel og fallega þarf ekki að vera nein barátta. Hins vegar getur það verið meira eða minna erfið áskorun að takast á við afleiðingar af lífsstíl þar sem ellikerling hefur keyrt á framúrbrautinni í mörg ár. Of margar konur upplifa sig ekki sem hraustar, orkumiklar og glaðar en burðast með streitueinkenni, svefntruflanir og þreytu, verki og bólgur, skaddaða húð og djúpar hrukkur.
Allar viljum við finna styrkinn í líkamanum sem elskar að hreyfa sig, ganga, synda og stunda jóga. Allar viljum við finna fyrir jafnvægi og ró í huga og tengja við sjálfið okkar og hjartað. Allar höfum þörf fyrir að það sé tilgangur með þessu lífi og að við gegnum mikilvægu hlutverki,“ segir hún og bætir við að það sé mikilvægt að byrja á matnum.” Þorbjörg Hafsteinsdóttir
Lestu áfram með því að smella á hlekkinn til Smartlands.