Styrkjandi Búst

Næringardrykkurinn í Ísland í dag hjá Völu Matt 6. janúar

 

Þú lagar annað hvort GREEN JUICE/ Grænn djús EÐA RED JUICE / Rauður djús: 

  • 1L vatn 
  • 1 – 1/2 skófla af ORGANIFI Green Juice duft EÐA
  • ORGANIFI Red Juice duft

 Þeyta duftið í vatnið  (skóflan er í dollunni), setja drykkinn í könnu og geyma í ísskápnum. Bragðast alveg himneskt og ég hef þetta alltaf til taks að njóta og næra mig á yfir daginn og nota líka í alls konar búst og hristinga. Til dæmis í þennan: 

  • 350 ml af  grænum eða rauðum djús
  • 1 skófla (í pokanum) Clean Collagen duft ( hreint grasfóðrað kollagen úr sænskum kúm)
  • 1 skófla ( í pokanum) KETO Brainz duft
  • 1 stk avocado
  • Handfylli fersk steinselja ( má líka vera frosin)
  • ½ tsk kanilduft ( gott fyrir blóðsykurinn)
  • ½ msk sítrónusafi
  • Klakar eða 150 g frosin ber
  • Stevía dropar eða Surkin ef þú vilt sæta ‘ann.

Allt sett í blandara í 2-3 mínúttur eða þar til áferðin á bústinu er mjúk og jöfn.

Upplýsingar:

Græna og rauða duftið er stútfullt af næringarefnum og er mjög bragðgott.

Kollagenið er gott fyrir ljóman í húðinni og eins uppbyggjandi og styrkjandi fyrir liði og festingar.

Keto Brainz er hægt að blanda í bæði kalda og heita drykki og er stútfullt af náttúrulegum efnum og jurtum sem er róandi en samt orkugefandi þar á meðal Lions Mane og Alpha GPC sem bæði eru talin auka minni og fókus og styrkja taugakerfið.

Þú getur lesið meira um KETO Brainz, djúsduftin og hin bætiefnin sem ég nota í þessum drykk á heilsubarinn.is og notað kóðan ketoflex og fengið 15% afslátt af öllum vörum. 

Scroll to Top