60 ára afmæli Þorbjargar Hafsteins

YNGDU ÞIG UPP

Ég á afmæli í dag! Ég er sextug! Ég þarf aðeins að venja mig við þessa tölu en það verður ekki erfitt því mér hefur aldrei liðið eins vel! Komdu og taktu þátt í heilsubyltingunni með mér.

Öll eldumst við og verðum eldri með hverjum deginum sem líður. En við eldumst misjafnlega hratt og misjafnlega vel. Genunum er oft þakkað fyrir æskuljóma eða kennt um þegar ellikelling kemur allt of snemma. En gen eru hvorki góð eða slæm en það sem skiptir verulega máli er hvernig þau bregðast við því sem við gerum. Mataræðið, hreyfing og líkamsrækt, hugarrækt og á hvern hátt við mætum mótlæti og streitu í lífinu.

Það er ekkert náttúrlegt eða heilbrigt við bólgur, gigt og verki í liðum, eða að vera með háa blóðfitu og blóðsykur. Það gæti verið eðlilegt að grennast ekki neitt, þrátt fyrir litla sem enga fitu og fullt af grófu korni. Hins vegar mun líkaminn endurstilla sig ef við vöndum val á mat og hráefni og endurnýja sig í lífsstíl sem laðar fram allt það besta sem líkaminn er hannaður til að gera! Hann getur heilað sig sjálfan og þú yngist og lifir lengur og betur.

Ég á afmæli í dag! Ég er sextug! Ég þarf aðeins að venja mig við þessa tölu en það verður ekki erfitt því mér hefur aldrei liðið eins vel! Ég er hraust og sterk, ég elska að hreyfa mig og stunda sjóböð og útiveru, ég borða ketóflex mataræðið og fasta reglulega. Ég tel mig vera búna að að finna lífsstíl sem meikar sens, ekki bara vísindalega en sem virkar fyrir flesta því hann er svo flexibel eða teygjanlegur!

Ketóflex næringar- og lífsstílsnámskeiðin eru á dagskrá í haust. Komdu og taktu þátt í heilsubyltingunni með mér! Skráðu þig áður en þau verða uppseld! Skoðaðu námskeiðin hér fyrir neðan og smelltu þér í gang. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Scroll to Top