Húðin á breytingaskeiðinu

 

Húðbreytingar á breytingaskeiðinu – Og það sem þú getur gert 

 

Breytingaskeiðið er tímabil  hormónabreytinga sem hafa ekki aðeins áhrif á líkama þinn og vellíðan, heldur einnig á húðina. Með minnkandi estrógenmagni verða merkjanlegar breytingar á uppbyggingu húðarinnar, teygjanleika hennar og rakajafnvægi. Breytingaskeiðið varir lengi, og þegar við, loksins, teljum okkur vera komnar yfir það, 12 mánuðum eftir allra síðusu blæðingar, er það ekki búið enn. Post menópásan varir það sem eftir er lífsins og konur geta verið með alls konar einkenni í mörg ár og sjá afleiðingar af skorti á estrogeni í speglinum. Sem betur fer eru til margar leiðir til að viðhalda og endurbæta og fá fallega húð með ljóma á öllum skeiðum lífsins. Láttu umhirðu húðarinnar vera partur af þínum lífsstíl.

Hvað gerist í húðinni á breytingaskeiði?

Þegar estrógenframleiðslan minnkar og að lokum hættir, hafa breytingarnar óhjákvæmilega áhrif á margar af grunnstarfsemi húðarinnar:

  • Tap á kollageni: Estrógen örvar kollagenframleiðslu sem heldur húðinni stinnri og teygjanlegri. Eftir breytingaskeið getur kollagenmagnið minnkað um allt að 30%, og húðin verður slakari og hrukkurnar dýpri.
  • Minnkað rakajafnvægi: Húðin framleiðir minna af hýalúrónsýru, sem er nauðsynleg fyrir rakaheldni. Þetta veldur þurrki og viðkvæmari húð og lausari húð.
  • Þynnri húð: Ysta lag húðarinnar (epidermis) þynnist og verður minna viðnámsþolið, sem gerir hana viðkvæmari fyrir alls konar og hægari í endurnýjun.
  • Minnkuð blóðrás: Minna blóðflæði þýðir að húðin fær færri næringarefni og minna súrefni, húðin getur misst ljóma og lit og verður dauflegri og þreytulegri ásýndar.

Sýnilegar afleiðingar fyrir húðina

  • Hrukkótt og slöpp húð
  • Þurr og þreytt húð
  • Ójafn húðtónn og litabreytingar
  • Minni náttúruleg fita í dýpsta lagi húðarinnar, sem getur gert húðina viðkvæmari og andlitið virðist vanta fyllingu.

Húðumhirða á breytingaskeiði – Það sem vörurnar ættu að innihalda

Til að vinna gegn hormónabreytingum og styrkja húðina er mikilvægt að nota húðvörur með virkum innihaldsefnum sem gefa raka, örva kollagenframleiðslu og endurnýja frumur og sem vernda húðina gegn utanaðkomandi áreyti.

Mikilvæg innihaldsefni:

  • Retínól (A-vítamín): Örvar frumuendurnýjun og kollagenframleiðslu
  • Peptíð: Hjálpa til við að viðhalda stinnleika húðarinnar
  • Hýalúrónsýra: Bindir vökva og gefur húðinni raka og fyllingu
  • Níasínamíð (B3-vítamín): Styrkir húðina og vinnur gegn litabreytingum
  • Andoxunarefni (C- og E-vítamín): Vernda gegn sindurefnum og auka ljóma í húðinni
  • Ceramíð: Endurbyggja húðina og dregur úr rakatapi
  • Sólblómaolía, skvalan og jojobaolía: Mýkja og næra húðina

Mataræði og næring fyrir heilbrigða og ljómandi húð

Mataræði gegnir lykilhlutverk í að viðhalda heilbrigði og ljóma húðarinnar á breytingaskeiðinu.

  • Nóg af prótíni: Kollagenframleiðsla þarf amínósýrur úr próteinríkum mat eins og fiski, kjöti, kjúklingi, eggjum, baunum og hnetum.
  • Kollagen og glycin: Kollagen gerð I, II og III hjálpar m.a. við að byggja upp kollagen í húðinni. Kollagen duft er unnið úr dýrum eða úr fiskroði. Til dæmis er beinseyði (Bone Broth) fullt af kollageni.
  • Omega-3 fitusýrur: Finnast í feitum fiski (lax, makríll) og draga úr bólgum ásamt því að viðhalda raka í húðinni.
  • Hollar fitur: Sjör, lífræn kókosolía og ólífuolía er gæða fita sem nærir alla húðina.
  • Andoxunarrík fæða: Meðal annars ber, grænt te, dökkt súkkulaði og grænt blaðgrænmeti vinna gegn sindrun í húðinni.
  • Drekktu nóg af vökva:  Vatn, minnst 2 L daglega, skiptir sköpum fyrir heilbrigða húð.
  • Forðast sykur og einföld kolvetni: Sykur hraðar öldrun húðarinnar, m.a. brýtur niður kollagen og myndar bólgur í húð.
  • Forðast ofurunnin matvæli: Innihalda omega – 6 fræolíur og sykur eru  eru bólgumyndandi og skaða húðina og húðin eldist allt of fljótt.

Aðrar leiðir: Hormónameðferð, húðmeðferðir og lífsstíll

Auk daglegrar húðumhirðu og næringar geta aðrar aðferðir hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri húð:

  • Hormónameðferð (HRT): Getur verið valkostur fyrir sumar konur, og getur hjálpað til við að viðhalda kollageniframleiðslu og teygjanleika húðarinnar. Ræddu við lækninn þinn um þetta.
  • Faglegar húðmeðferðir:
    • Laser og microneedling: Örva kollagen og gera húðina stinnari
    • Efnafræðileg húðslípun: Endurnýjar yfirborð húðarinnar og dregur úr litabreytingum
    • Fillers og bótox: Geta tímabundið endurbyggt fyllingu og minnkað hrukkur
  • Lífsstílsbreytingar:
    • Forðastu reykingar og ofneyslu áfengis
    • Gættu að góðum svefni – húðin endurnýjar sig á næturnar
    • Notaðu sólarvörn daglega til að forðast UV-skemmdir

Niðurstaða

Breytingaskeiðið hefur óhjákvæmileg áhrif á húðina, en með réttri umhirðu, næringu og lífsstíl geturðu haft mikil áhrif á útlit hennar og heilbrigði. Óskar þú eftir að fá persónulega ráðgjöf, hnitmiðaða og aðlagaða þínum þörfum?

Hafðu samband og skrifaðu mér skilaboð thorbjorg@thorbjorg.dk

Eða sendu mér skilaboð í síma +4540916413 

Námskeið 13. febrúar í Rvík. Konur, hormónar og hollusta 

Scroll to Top