FASTA Í ÞRJÁ DAGA ONLINE

14,800 kr.

Fitubrennslan og orkan í topp!

Það er fátt sem virkar eins vel á fitubrennslu og insúlín stillingu og fasta! Á þremur dögum núllstillir þú líkaman og endurræsir kerfin! Við sendum líkaman í „autofagy“; náttúruleg frumuhreinsun og losum okkur við hálfdauðar bólgumyndandi Zombie frumur! Þetta er kjarninn í „alvöru“ detox!

Þú byrjar á sykurlausu fimm daga aðlögunarmataræði á mánudegi og fastar á föstulíku mataræði frá og með föstudegi til og með sunnudags.
Þú getur líka farið beint í föstuna ef þú nærð ekki að vera alla daga á aðlögunarmataræðinu.

 

Kosturinn við ONLINE námskeiðin eru, að þú getur verið með heima hjá þér hvar á landinu sem þú býrð!

Námskeiðið er fyrir alla! Konur og kalla!

Fasta er góð og heilsusamleg aðferð sem hentar flestum. Þessi tegund af föstu, sem þú ferð á, er fasta á föstulíku mataræði, þar sem samsetningin af hitaeiningum er hnitmiðuð til að framkalla, næstum því, sama árangur sem fæst á „ekta“ vatnsföstu, þar sem bara er drukkið vatn. Það er líka mun auðveldara að vera á föstu á föstulíku mataræði frekar en bara að drakka vatn!

Hitaeiningasnauða föstufæðið hreinsar frumurnar og þær losa þig við sködduð og skaðleg efni og líkaminn getur búið til hraustari og yngri frumur. Á þessarri föstu kemstu ekki hjá því að léttast! Þú nærð líka stjórn á óþæga sykurpúkanum! Bólgur og verkir minnka í liðum og vöðvum og þú slakar betur á og sefur vært.

Þessi fasta er frábær undirbúningur ef þú vilt breyta um mataræði og fylgja föstunni eftir með lágkolvetna fæði t.d. Ketóflex mataræðið. Skráðu þig strax og byrjaðu strax á mánudegi þegar föstunni lýkur á sunnudegi. https://ketoflex.is/product/turbo-ketoflex-online/

Námskeiðið er videó kennsla með Þorbjörgu næringarþerapista og fjallar m.a. um:

 • Mismunandi föstu gerðir, kostir og áhrif
 • Blóðsykur og insúlínnæmi
 • Fasta og áhrif á öldrun (hægir á öldrun)
 • Fasta og autophagy eða hverning líkaminn „borðar sjálfan sig“ á lengri föstum og hreinsar og bætir.
 • Fasta og yngingarmáttur stofnfruma
 • Föstulíkt mataræði; hvað á að borða og drekka
 • Undirbúningur fyrir föstu.

Námskeiðið inniheldur:

 • VÍDEÓ UPPTAKA AF FÖSTUKENNSLU ÞORBJARGAR. Þú færð aðgang að upptöku í pósti, þegar þú ert búin að skrá þig og greiða. 
 • AÐLÖGUNARMATARÆÐI FYRIR FÖSTUNA, sem þú færð sent þegar þú ert búin að skrá þig og greiða. Þetta er leiðsögn í hvað þú átt að borða í þrjá til fimm daga áður en fastan hefst.
 • FÖSTUFÆÐI, sem þú færð sent þegar þú ert búin að skrá þig og greiða. Þetta eru leiðbeiningar um hvað þú átt að borða og drekka á þriggja daga föstulíku mataræði.
 • EFTIRFYLGNI og STUÐNINGUR Í LOKUÐUM HÓP Á FB Í EINA VIKU ÞAR SEM ÖLL GÖGNIN ERU.
 • 15% AFSLÁTTUR AF VÖRUM SEM ÞÚ GAGNSAT ÞÉR Á FÖSTUNNI OG ÖÐRUM VÖRUM Á HEILSUBARINN.IS 

Þetta er útkoman

  • Þú losnar við bjúg og léttist óhjákvæmlega.
  • Autophagy: Ekta detox! Líkaminn „borðar sjálfan sig, en bara það sem er ónýtt eða skaddað og úr sér gengið.
  • Blóðsykur og insúlín hormón í jafnvægi.
  • Sykurpúkinn flytur að heiman!
  • Aukin fitubrennsla.
  • Minni bólgur og verkir.
  • Stirðleiki og bólgur minnka í liðum, vöðvum og festum.
  • Aukin framleiðsla á stofnfrumum og endurnýjun á frumun og líffærum: Þú verður 10 árum yngri á 14 dögum! Og áhrifin endast í fleiri mánuði!
  • Hugurinn skýrist og einbeiting og minnið skerpist.
  • Gleðigjöfum í heilanum fjölgar!
  • Melting verður mun betri. Húðin verður líka ljómandi!

Fyrst Fasta! Svo Ketóflex! Gríptu tækifærið!

Fasta er besta núllstilling í heimi og verulega góður undirbúningur til að byrja á heilsusamlegu mataræði að föstu lokinni. Ég mæli með að þú farir beint úr föstunni á gott og heilsusmalegt mataræði til dæmis á Ketóflex 3-3-1. Veldu möguleikan sem hentar þér best:

 1. Þú getur fylgt prógramminu í bókinni KETÓFLEX 3-3-1 og byrjað á viku 2.
 2. SKRÁÐ ÞIG Á TÚRBÓ KETÓFLEX ONLINE námskeið.

 

Facebook
Twitter

Þú gætir líka haft áhuga fyrir öðrum námskeiðum

Scroll to Top